5 uppáhaldsolíurnar mínar – við heimilisþrifin

Jæja… smá framhald af ilmkjarnaolíu umræðunni.  Síðast sagði ég ykkur frá hvaða olíur ég nota mest í eldhúsinu: https://heilsumamman.com/2020/04/09/5-uppahalds-ilmkjarnaoliurnar-i-eldhusinu/

Eins og áður sagði eru ilmolíur frábært hjálpartæki fyrir heilsusamlegan lífstíl.  Þær eru sniðugar til að þrífa heimilið þar sem sumar náttúrulega örverueyðandi og bakteríudrepandi.   Mikið af hreinsiefnum sem seld eru í stórmörkuðum eru stútfull af allskonar eiturefnum, hormónaraskandi efnum og eru bæði slæm fyrir okkur sjálf, fólkið okkar og ekki síður umhverfið.  Það eru sem betur fer til mjög góðar lífrænar hreingerningarvörur  eins og til dæmis Sonnet en það er líka gaman að nota heimatilbúið.

Þær olíur sem ég nota mest við heimilisþrifin eru þessar 5:

  1. Melaleuca (Teatree)
  2. Lemon
  3. On guard
  4. Grapefruit
  5. Wild orange

Lemon

  • Besta hreinsispreyið í eldhúsið (30 % edik – 70 % vatn – 10 dropar lemon olía) – þrífa bekki og borð, ísskápinn að utan og innan, fínt til að þrífa innréttinguna ofl.
  • Teppahreinsir:  1 dl matarsódi + 10 dropar Lemon olía –  Blandið saman, sáldrið yfir teppi, bíðið yfir nótt og ryksugið næsta morgun.
  • Setjið nokkra dropa í uppþvottavélina til að fá glans
  • Setjið nokkra dropa í þvottavélina eða þurrkarann með þvottinum fyrir góða lykt
  • Frábær til að ná límmiðum af krukkum

Melaleuca (Teatree) 

  • Gott að setja öðru hverju nokkra dropa í þvottavélina með handklæðum til að halda þvottavélinni hreinni frá bakteríum. (Sniðugt að setja lavender með svo lyktin verði betri)
  • Ef það kemur mygla í gluggana á veturna þá blanda ég nokkrum dropum af Melaleuca saman við vatn og bursta svæðið með tannbursta og þurrka vel.
  • Fyrir algerlega eiturefnalausan klósett hreinsi þá er gott að blanda 4-5 dropum af Melaleuca saman við 2-3 msk af matarsóda og dreyfa yfir svæðið (innan í klósettinu), leyfa því að bíða smá og skrúbba svo með bursta og sturta.
  • Melaleuca er svo alger bólueyðir – en meira um það í næsta pósti 🙂

Wild orange

  • Setja nokkra dropa í þvottavélina eða þurrkaran fyrir góða lykt af þvottinum – (set bara 2-3 dropa með þvottinum).
  • Setjið nokkra dropa í smá pappír og ryksugið hann upp og ryksugan sér um að dreyfa góðri lykt um húsið meðan ryksugað er.
  • Blandið saman við lyktarlausa handsápu í baðherberginu fyrir dásamlega og sumarlega lykt.

Onguard

Onguard er mjög kraftmikil bæði til að þrífa en einnig styrkir hún ónæmiskerfið (meira um það seinna)

Hér er uppskrift af alhliða hreinsispreyi sem gott er að nota á baðherberginu, á fituga fleti og erfið óhreinindi og ég nota Onguard olíuna í þetta sprey en það má þó alveg nota aðrar olíur.

Alhliða hreinsisprey

  • 225  ml vatn
  • 125 ml edik
  • 2-3 msk dr. Bronner sápa eða lífrænn uppþvottalögur (ef þið eigið til)
  • 20-25 dropar ilmkjarnaolíur (eftir því hvað þið eigið til)
  • Lemon og Teatree (Melaluca)(15+15)
  •  Onguard (30)
  • Eucalyptus, Peppermint og Wild Orang(10+10+10)

Grapefruit

  • Gerir svo ótrúlega góða lykt þegar hún er sett ilmolíulampann þegar verið er að gera hreint og fínt
  • Góð til að búa til lyktarsprey á baðherbergið.

Og síðast en ekki síst þegar ég nenni ekki að þrífa og taka til er algert kraftaverk að setja nokkra dropa af piparmyntu og Wild orange í ilmolíulampann – fyrir nenn til að þrífa 😉

 

Nóg í bili – næst kemur smá umfjöllun um mínar 5 uppáhalds olíur þegar kemur að heima dekrinu.

Ég sjálf nota ilmkjarnaolíurnar frá doTerra.  Ég kynnist þeim fyrir 2 árum og er mjög glöð með að hafa kynnst þessari snilld.  Best finnst mér þó að það megi taka þér inn, þ.e.a.s. nota þær í matargerð.  Þið skuluð alls ekki nota ilmolíur í matargerð nema framleiðandinn mæli með því og það er yfirleitt ekki mælt með því fyrir ódýrustu olíurnar, því miður.   Það eru margir sem framleiða ilmolíur, ég hef prófað nokkrar gerðir en af öllum sem ég hef prófað finnst mér þessar frá doTerra vera bestar.  Það er því miður ekki hægt að versla þær útí búð en mjög þægilegt að gerast kaupandi hjá þeim, þá fær maður 25 % afslátt, fær þær sendar heim að dyrum með DHL og það er engin skuldbinding um hversu mikið þarf að versla.  Ef það er eitthvað sem ykkur langar að kynna ykkur betur er ykkur velkomið að hafa samband (heilsumamman@gmail.com) og ég get aðstoðað ykkur 🙂

Heilsuátak anyone ??

Hvað ætli margir hafi slegið leitarorðið „detox“, „heilsuátak“ eða önnur heilsutengd orð inn í leitarvafrann hjá sér fyrsta mánuð ársins.  Ég veit allavegna að inboxið mitt er að fyllast af allskonar gylliboðum um tilboð í hin og þessi heilsutengdu prógramm sem öll eiga að það sameiginlegt að gera líf mitt ennþá betra 2020!… og til þess að vera alveg hreinskilin þá viðurkenni að ég var búin að googla 2.janúar  hvernig ég kæmis í toppform á 12 vikum þegar fjölskyldan ætlar í smá frí til Spánar… en batnandi fólki er best að lifa, er það ekki ?

Það er ekkert skrítið að í byrjun árs líði okkur þannig að „nú þurfum við nú aldeilis að gera eitthvað í okkar málum“.  Flestir hafa lifað aðeins hærra en venjulega síðustu vikurnar á árinu með tilheyrandi mat og drykk.  Það er ekkert skrýtið að margir upplifa það að vera útþandir og bólgnir eftir frí.  En lífið snýst um jafnvægi, stundum leyfum við okkur meira en annars,  en aðalmálið er hvað við gerum dags daglega.  Þegar fríið er búið er tími til að taka upp betri siði.  Fylla ísskápinn af fersku grænmeti og hætta að hreinsa upp síðustu konfektmolana sem þér þykja ekki góðir undir venjulegum kringumstæðum !

En er heilsuátak endilega málið ?  Nýtt ár þýðir auðvitað ákveðin tímamót og þar af leiðandi góður tími til að tími til að taka upp betri venjur og setja sér ný markmið.  En hvað liggur að baki, ertu að refsa þér fyrir hegðunina síðustu vikurnar eða langar þig í átak af því að þú vilt virkilega það besta fyrir þig og þarft hvatningu til að koma þér af stað og ná markmiðunum.

Það að hugsa um heilsuna sína ætti ekki að vera áhugamál heldur einfaldlega hluti af lífinu sjálfu.  Það hvernig okkur líður dagsdaglega hefur í raun áhrif á hver við erum.  Hvaða orku við höfum til að takast á við lífið okkar og verkefnin okkar.  Næringin okkar hefur áhrif á hvort við nennum hinu og þessu.  Þannig að okkar dagsdaglega líðan fer mikið eftir því hvernig við hugsum um okkur sjálf.  Fáum við nægan svefn ?  Fáum við góðan svefn?  Nærum við okkur vel ? Erum við að borða nóg, erum við að borða of mikið eða er það sem við borðum næringarríkt og litríkt?   Hreyfum við okkur nóg ?  Hreyfing er lífsnauðsynleg og ætti ekki að vera einhverskonar möguleiki fyrir áhugasama!

Það að taka málin í sínar hendur í byrjun árs og ákveða að hugsa vel um sig á nýju ári þarf ekki endilega að vera það að kaupa nýtt kort í ræktinni, skrá sig í einhverskonar átak og setja markið á það að vera komin í toppform um páskana.

Það getur verið það að byrja strax í dag að taka góðar ákvarðanir til þess að þér líði betur á morgun.

  • Til dæmis það að fara í góða gönguferð (það er reyndar snjóstormur og appelsínugul viðvörun þegar þetta er skrifað og mögulega þegar þú lest þetta).  Ganga er frábær heyfing, þú þarft ekki sérstakan útbúnað, hún kostar ekkert,  það er lítil hætta á meyðslum og hún hefur góð andleg áhrif auk þess að bæta svefn (nema gönguferðin sé tekin seint á kvöldin gæti það haft öfug áhrif) og góð áhrif á meltingu.
  • Það gæti verið það að fara fyrr upp í rúm á kvöldin, ekki með símann heldur góða bók.
  • Það gæti verið það að drekka 2-3 auka glös af vatni yfir daginn.
  • Það gæti verið það að skipta 2 kaffibollum í vinnunni út fyrir te.
  • Það gæti verið það fara í gott bað í stað þess að vafra um í símanum á kvöldin.
  • Það gæti verið það að sleppa verkefnum öðru hverju til að fara á vinkonudeit.

Allt sem við gerum hefur áhrif.  Það ætti ekki að snúast um allt eða ekkert.  Stundum er gott að bara byrja í dag á einhverju einu eða tvennu frekar frekar en að setja háleit markmið sem er ekki víst að við náum.  Þegar þú hefur prófað það í nokkra daga að fá þér daglega gönguferð, fara fyrr upp í rúm eða slaka í baði í stað þess að vafra um í símanum finnur þú hvað það gerir þér gott að þá er auðveldara að setja markmið fyrir næstu daga.  Í upphafi er fínt að setja niður markmið fyrir eina viku í einu þannig verður verkefnið ekki óyfirstíganlegt, erfitt eða fráhrindandi.

Nú hef ég nefnt, hreyfingu, svefn og slökun… en ekki má gleyma mataræðinu.   Besta ráðið er auðvitað það að venja sig á hreinan og næringarríkan mat allt árið.  Þannig að þó svo að við nælum okkur einstöku sinnum í einn eða tvo konfektmola, tertusneið eða bara stingum okkur beina leið ofan í Ben and Jerry’s ísdolluna þá er grunnurinn alltaf góður.  Maturinn sem við borðum ætti að vera hreinn og næringarríkur en ekki verksmiðjuframleiddur pakkamatur.  Við þurfum alvöru mat, nægt prótein, góða fitu, flókin kolvetni og nægar trefjar. Vítamínin fáum við svo í litríku grænmeti.

Ef þig vantar hugmyndir með mataræði þá er nú aldeilis góð hugmynd að skella sér á eitt eða fleiri matreiðslunámskeið.  Allt um það hér:  Námskeið vor 2020 

Gangi ykkkur vel í að hugsa vel um ykkur á hverjum degi 🙂

 

 

 

Himnesk hollusta

Það urðu ýmsar breytingar um áramótin hjá Heilsumömmunni.  Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að námskeiðin eru komin með nýtt heimili, fóru úr Spírunni eftir mjög ánægjulegan tíma þar og fluttu yfir í Heilsuborg.

En það er líka fleira sem breyttist og það er ánægjulegt að greina frá því að Heilsumamman og Himnesk hollusta hafið farið í samstarf saman.  Himnesk hollusta býður upp á lífrænar vörur á mjög góðu verði.  Einnig er lítið mál að finna þær í Krónunni, Nettó og Fjarðarkaup (og sennilega víðar),  þær eru mjög bragðgóðar og standa á allan hátt algerlega undir væntingum.   Ég er mjög ánægð með að nota þessar vörur framvegis á námskeiðunum mínum og í eldhúsinu heima.

Hér eru nokkrar myndir sem ég smellti af á síðasta námskeiði og þar sjáið þið bæði vörurnar í notkun en einnig fáið þið smá innsýn inn í hvað við vorum að brasa.

 

 

 

 

Ég smellti einnig af nokkrum myndum á síðasta námskeiðinu í Spírunni:

 

 

 

Og 1/10  hluti af afrakstrinum:

 

Yfirleitt er það mikill hasar á námskeiðunum að ég er ekki nógu dugleg að taka myndir – bara af því að ég er á fullu að aðstoða og græja og gera og áður en ég veit af eru diskarnir tómir og fókið farið.

Hér eru svo upplýsingar um næstu námskeið:  https://heilsuborg.is/heilsumamman/

Það eru allskonar skemmtileg námskeið framundan 😉

 

Njótið dagsins

 

Aukin einbeiting með HCF

Hér á heimasíðunni hef ég ekki gert mikið af því að auglýsa hina og þessa hluti þó að ýmis tækifæri hafi boðist.  Ég hef stundum fengið hluti gefins til að prófa en ekki séð ástæðu til að auglýsa þá.  Ekki af því að þeir séu endilega eitthvað slæmir,  ég vil bara ekki mæla með neinu nema ég sé  150 % ánægð

Fyrir þremur árum mælti ég með HCF vítamíninu því við höfðum séð ótrúlegan árangur með stelpuna okkar.  Þegar þetta vítamín kom á markað varð það strax mjög vinsælt fyrir þá sem eiga við einhverskonar raskanir eða erfiðleika að stríða, t.d ADHD, ADD, kvíða eða eitthvað annað.  Og það er í sjálfu sér ekkert skrýtið því það voru svo margir sem fundu mikinn mun á sjálfum sér eða börnum sínum.  Hins vegar er þetta vítamín fyrir alla,   þó að fólk hafi ekki neinar skammstafanir þá dílum við öll við lífið með öllum sínum blæbrigðum.
Fyrir um 2 mánuðum bauðst mér að fá vítamínið til að prófa sjálf.   Þannig að til að hafa alla hluti uppi á borðinu, fékk ég vítamínið gefins (bara svo það komi fram).  Eg ákvað að taka það sjálf og athuga hvort ég myndi finna einhvern mun og eins gerði maðurinn minn það sama.  Nú kemur niðurstaðan:
Vá !  Þvílíkur munur á einbeitingu, skipulagningu og innri ró.   Við höfum bæði fundið mikinn mun.  Við finnum bæði mikinn mun í vinnunni, gengur betur að komast yfir verkefni, byrjum hraðar á verkefnum og einbetingin bara miklu betri.
Við höfum líka verið miklu duglegri við að klára litlu leiðinlegu verkefnin sem fylgja almennu heimilishaldi og lífinu almennt, dæmi:  fara í Sorpu, með bílinn í skoðun,  fara yfir tryggingarnar,  hringja í tryggingarnar og reyna að semja um betra verð, græja hluti tengda fjármálum, gera skemmtilega hluti sem krefjast smá skipulagningar, panta tíma og fara krabbameinsskoðun, til tannlæknis ofl.  Við höfum gert og græjað ýmsa hluti sem við höfum oft talað um en aldrei komið í verk.  Við höfum líka tæklað hin ýmsu mál fyrr en áður og færri hlutum verið frestað sem þýðir færri hnútar í mallakút 🙂
Ég er í eðli mínu frekar mikil pllýanna svo ég hef kannski ekki fundið mikinn mun á gleðinni en ég er samt ekki frá því að ég sé heldur glaðari (sérstaklega miðað við skammdegið)  og svona spenntari yfir lífinu og litlu hlutunum.
Síðustu vikur hafa verið frekar mikill álagstími, nammi námskeiðin hafa verið mjög vinsæl og voru 12 nammi námskeið á 5 vikna tímabili sem er töluvert meira en venjulega.  Ég er alveg handviss um að þetta hefði ekki gengið svona vel ef ég tæki ekki „bláu töflurnar“ á morgnanna 😉
Mig langaði bara að deila þessu með ykkur 🙂

Næringarríkt nammi – rafbók

Nú er hún komin, uppfærð e-bók sem inniheldur uppáhalds uppskriftirnar.  Nú hef ég uppfært hana ásamt því að bæta við fleiri uppskriftum.   Þetta eru uppskriftirnar sem við höfum notað á nammi námskeiðunum svo ef þú ert ein/einn af þeim sem ekki komst á námskeið hefurðu frábært tækifæri til að eignast uppskriftirnar.

Allar uppskriftirnar eru bragðgóðar, einfaldar og án mjólkurafurða og glúteins.  Einnig er ekki notaður hvítur sykur og reynt að halda sætu í lágmarki.  Við notumst við náttúrulega sætu eins og döðlur, hlynsýróp og kókospálmasykur.   Ekki er nein gervisæta notuð í þessum uppskriftum.

Bókin kostar 1490 kr og kemur á bæði pdf og epub formi.  Þú smellir á myndina og þá ertu komin á sölusíðuna.  Þar velurðu bókina og gefur upp allar þær upplýsingar sem beðið er um.   Ástæðan fyrir því að þú velur lykilorð er sú að ef þú týnir bókinni úr símanum eða færð þér nýjan síma geturðu hvenær sem er farið og sótt bókina aftur eftir að þú hefur keypt hana.

Smelltu hér eða á myndina til að kaupa bókina 

 

Ég er að nota nýtt forrit til að geta tekið á móti greiðslum með kreditkorti svo nú þarf ekki lengur að millifæra til að koma á námskeið og kaupa rafbækur.  Ég er mjög spennt fyrir þessari nýjung og vona svo sannarlega að þetta komi ykkur vel og einfaldi okkur öllum lífið 🙂

 

 

 

REKO – ný leið til að versla beint af bændum

Ef þið hafið ekki enn heyrt um REKO þá mæli ég með því að bæta úr því hið snarasta.  REKO  er glænýtt fyrirkomulag hér á landi.  Þetta snýst um að stytta bilið á milli bænda og neytenda og einfalda verslun beint frá býli.   Hér er grein sem útskýrir þetta betur en í stuttu máli virkar þetta svona:

Þú skráir þig í REKO hóp á facebook, Það eru komnir 3 hópar á Facebook núna:  REKO Vesturland, REKO Reykjavík og REKO Austurland.  Einu sinni í mánuði (eða það er planið skilst mér) er búinn til viðburður um afhendingu.   Þar inni skrá seljendur hvað er í boði, hvað það kostar og hvenær þarf að vera búin að panta.  Þar geturðu pantað eða sent tölvupóst á netfang seljanda.  Þú gengur svo frá greiðslu áður en kemur að afhendingu.  Þegar kemur að afhendingu mætir þú á svæðið og sækir þínar vörur.

Ég sá þetta auglýst í síðustu viku og fannst þetta svo sniðugt að ég varð að vera með í fyrstu afhendingu og sjá hvernig þetta færi fram og en sérstaklega var ég auðvitað spennt fyrir þeim vörum sem voru í boði.

Það sem ég keypti í þessari fyrstu tilraun voru 2 heilir kjúklingar frá Litlu gulu hænunni og 2 kg af kjúklingabringum.   En fyrir þá sem ekki vita eru kjúklingarnir frá Litlu gulu hænunni aldir á óerfðabreyttu fóðri ásamt heilu byggi og grænmeti fyrir utan það að hafa gott pláss og spóka sig úti þegar veðrið er gott.  En einnig nældi ég mér í 3 kg af nautahakki frá Hálsi í Kjós.  Kjötið er af Galloway/Angus nautgripum sem eru 100 % grasfóðraðir.   Það var ótrúlega margt spennandi í boði en ég ákvað að byrja á þessu.  Mér fannst verðið gott og bara örlítið dýrara heldur en venjulegur kjúklingur (alin á erfðabreyttu soja og maís eins og flestir kjúklingar) og venjulegt nautahakk.

Afhendingin í Reykjavík fór fram á bílaplaninu hjá Krónunni, Lindum.

Nú hlakka ég bara til að elda eitthvað gott úr þessu úrvals hráefni 🙂

Reko

 

Sjáumst vonandi á næstu REKÓ afhendingu 🙂