Þar sem elsta dóttirin á heimilinu er með mjólkurpróteinóþol er stundum grátið yfir því sem má ekki fá t.d. jógúrti, þá hef ég gert mjólkurlaust “jógúrt” í morgunmat sem hefur slegið í gegn. Þetta er auðvitað miklu miklu hollara en sykursætt jógúrt og að ég tala nú ekki um hvað það er miklu betra 🙂
Leggið möndlur í bleyti yfir nótt, fyrir 5 manna fjölskyldu miða ég við 2 vænar lúkur.
Þar sem gamli blandarinn minn er orðin svo lélegur þá ræður hann engan vegin við að mala niður möndlurnar, þá smelli ég þeim í mini matvinnsluvélina mína ásamt smá vatni og vinn það þangað til það er orðið silkimjúkt.
Hitt aðal hráefnið er avacado. Avacado er alveg endalaust hollt og frábært að byrja daginn á því.
Svo er bara að ákveða bragð dagsins, þegar þessar myndir voru teknar varð mango fyrir valinu. En Mangojógúrt og jarðaberjajógúrt eru vinsælust. Eftir nokkrar vikur verður örugglega bláberjajógúrt á hverjum morgni 🙂
Bætið við vökva, það getur verið vatn, rísmjólk eða einhver hreinn safi. Það er t.d. alveg geggjað að setja 1-2 dl af mango- epla safanum hennar Sollu út í. Blandið vel saman þangað til mjúkt.
Næst eru þ að 2-3 msk af hveitikími og svo má setja eitthvað ofur út í, t.d. matskeið af Lucuma, Ef þið eruð með jarðaber þá er æði að setja 1 tsk af Acai dufti. Listinn er endlaust, bara hvað þið eigið til, hampduft, maca eða eitthvað annað.
Hér á heimilinu borðum við þetta oftast í skál með heimagerðu múslí út á.
Þegar myndin var tekin vorum við í bústað út á landi og ég ákvað að hafa “jógúrtið” aðeins þynnra og drekka úr glasi. Algerlega dásamlegt á sólríkum sumar morgni.
Published by