Hrísköku nammi

Þetta geri ég oft um helgar, til þess að eiga eitthvað gott að narta í og til gefa börnunum nammi með góðri samvisku.   Ef ykkur finnst  hrískökur með súkkulaði góðar er þetta eitthvað fyrir ykkur 🙂

Þetta er kannski meira hugmynd en uppskrift.  Súkkulaðið er brætt og blandað saman við það allskonar gúmmilaði.  Þetta er alveg einstaklega góð leið til að koma allskonar hollustu ofan í litla munna t.d. sesamfræ, sólblómafræ osv.fr.

Það eru þrjár leiðir sem hægt er að fara varðandi súkkulaðið

a) Bræða yfir vatnsbaði 200 g af 70 % súkkulaði,eða 56 % súkkulaði eða blanda 50/50

b) Búa til ykkar eigin súkkulaði, sjá uppskrift hér af: ofursúkkulaði

c) Fara millivegin og bræða 100 gr af 70 % súkkulaði og bæta út í það: 4 msk kakó/ 4 msk agave/ 4 msk kókosolía

súkkulaði

Blandið svo saman ca 3-4  hrískökum og svo 4-5 dl af einhverju sem ykkur finnst gott.  Semsagt samtals um 8 dl.  Getur verið Kornflakes, kókosflögur, möndlur,  hnetur, döðlur, rúsínur, sólblómafræ, sesamfræ, Goji ber, en möguleikarnir eru óendanlegir, það er það sem er svo dásamlegt, maður fær aldrei leið  🙂

Hér er ein hugmynd:

4 hrískökur

2 dl kornflakes (Solla er með glúteinlaust og sykurminna kornflakes)

0,5 dl pecan hnétur

0,5 dl döðlur, mjög smátt saxaðar

1 dl möndlur

Setjið í skál, blandið vel og hellið súkkulaðinu  yfir og blandið vel saman.

Hrískökunammi

Setjið á bökunarpappír í kökumót eða eldfast mót og blönduna í.

Hrískökunammi

Kælið í 1-2 klst eða stingið í frysti í ca 30 mín

Skerið svo í bita eftir smekk

Hrískökunammi

Nammi namm 🙂

Það er best að geyma þetta nammi í ísskápnum því það fer að molna aðeins niður ef það stendur lengi í stofuhita.

Hrískökunammi

Þetta bjargaði mér alveg þegar yngsti drengurinn var nýfæddur.  Hann fæddist í janúar og fékk RS vírusinn 3ja vikna og þurfti að fara á spítala í nokkra daga, það var lítið sofið og stelpurnar mínar 2 voru líka veikur á sama tímabili.  Oft langaði mig bara að detta ofan í Æðibita kassann og klára hann á 5 mínútum til að fá einhverja “orku” (og það var alveg gert 😉 ).  En ég var dugleg að  mixa svona nammi  og fannst æði að stinga upp í mig bita þegar mig vantaði orku og kraft.  Hugsa að ég hefði bætt vel á mig á þessu tímabili ef ég hefði ekki haft þetta við hendina.

Published by

Leave a Reply