Súkkulaðiís (mjólkurlaus)

Þessi uppskrift kemur upphaflega frá Sollu, eins og margar aðrar góðar uppskriftir.  Þessi ís er í algeru uppáhaldi á heimilinu og oft gerður fyrir helgar.

  • 150 gr Cashew hnétur (einn Sollu-poki)
  • 6 dl vökvi (kókosmjólk og hrísmjólk)
  • 2 kúfaðar msk kókosolía
  • 0,5 dl agave (smakkið til, ef ykkur finnst hann ekki nógu sætur setjið þá bara aðeins meira)
  • 4-5 msk kakó
  • Smá vanilla (þarf ekki en gerir voða gott bragð)

Aðferð:

Látið Cashewhnéturnar liggja í bleyti í ca 4 tíma, hellið af þeim vatninu og setjið í blandara ásamt kókosmjólkinni.  Ég mæli með að kaupa litla bleika fernu  frá Santa Maria (fæst í Bónus) því hún er (að mínu mati) margfalt bragðbetri en þær sem eru í dósunum.

Þegar Cashewhnéturnar eru orðnar alveg mjúkar bætið þá restinni saman við.

Hellið í mót og inn í frysti.  Ég set hann oftast í lítil íspinnabox.  Ef þið setjið hann í venjulegt ísbox borgar sig að hræra reglulega í honum fyrstu klukkutímana og einnig að taka hann út með dágóðum fyrirvara. Allra best er auðvitað að setja hann í ísvél 🙂

súkkulaðiís

Published by

One thought on “Súkkulaðiís (mjólkurlaus)

Leave a Reply to Þegar þarf að fjarlægja mjólkurvörur úr fæðunni. | HeilsumammanCancel reply