Amarant- Banana- Valhnetubrauð

Amarant er glúteinlaust korn,  bæði próteinríkt og mjög næringarríkt en kannski ekki mjög þekkt.  Ég prufaði að gera morgungraut með rúsínum og einhverju gúmmilaði og fannst það bara mjög gott en ég var ein um það og var vinsamlegast beðin um að hafa ekki aftur svona morgungraut. Þannig fór nú það!  En ég dó ekki ráðalaus og leitaði á veraldarvefnum og fann uppskrift af bananabrauði með Amarant og Valhnetum. Semsagt eintóm hollusta og gleði.  Þetta smakkaðist svona rosalega vel, ég bakaði brauðið í muffins bökunarplötunni og var fegin því brauðin voru mjög mjúk hefðu pottþétt verið klessubrauð hefði ég bakað það í stóru móti.  Þetta mæltist alveg agalega vel fyrir og var borðað í morgunmat ásamt berjasmoothie.

1 bolli eldað amarant (tekur 15 mín að sjóða, 1 hluti korn/2 hlutar vatn)

2 bollar gróft spelt

2 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 bolli saxaðar valhnétur

3 stappaðir þroskaðir bananar

1/2 bolli hunang (þetta varð mjög sætt og mætti alveg vera minna hunang)

2 egg

3 msk olía/smjör (ég notaði kókosolíu)

1 tsk vanilla

Blandið þurrefnum saman í eina skál og blautu efnunum í aðra, bætið amarantinu saman við blauta efnið og svo þurrefnunum saman við. Bakið í ca 30 mín við 160°C

Sé fyrir mér að þetta sé flott í skólanestið í vetur 🙂

Amarant banana valhnétubrauð

Published by

5 thoughts on “Amarant- Banana- Valhnetubrauð

    1. Sæl Eva,
      Ég hef bæði keypt Amarant í Lifandi markaði og í Fræinu í Fjarðarkaup. Það fæst örugglega í Heilsuhúsinu, trúi ekki öðru.
      Það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt 🙂
      Kær kveðja,
      Oddrún

  1. er gott að nota amarantmjög? er með gluteinóþol og langar að prufa einhvað annað en möndlumjöl

    1. Sæl, ég hef ekki notað amarantmjöl en ég hef soðið heilt amarant og notað í kryddbrauð og bananabrauð og sem graut. Mér finnst það mjög gott en það stækkar ekki eins mikið við suðu eins og annað heilkorn svo það er kannski ekki eins hagkvæmt. En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt 🙂
      Kv,
      Oddrún

Leave a Reply to heilsumammanCancel reply