Heslihnetukúlur

Einfalt og þægilegt laugardagsnammi eða bara mánudagsnammi því það er heilmikil næring í því.

  • 1 bolli heslihnetur
  • 2 bollar döðlur / rúsínur (gott að blanda saman)
  • 1 bolli sesamfræ
  • 2-3 msk chia fræ
  • 1 tsk vanilla
  • 3-4 msk kakóduft
  • nokkrir dropar stevia

Leggið  döðlurnar í bleyti í smástund svo þær verði mjúkar.  Hneturnar og sesamfræin sett í matvinnsluvélina og svo döðlunum/rúsínunum bætt rólega út í.  Mótið kúlur og veltið upp úr kókosmjöli, hreinu kakói eða hnetumulningi.  Mjög sniðugt verkefni fyrir litlar hendur 🙂

Published by

Leave a Reply