Ofur-Súkkulaði

Eins og margir (ef ekki bara flestir)  ELSKA ég súkkulaði.  En súkkulaði og súkkulaði er ekki það sama.  Á meðan kakóbaunin og kakósmjörið (fitan úr kakóbauninni) telst til ofurfæðis þá er lítið ofurfæðis-legt við sykursætt mjólkursúkkulaði.  Sú var tíðin að mér fannst dökkt súkkulaði alls ekki gott en þegar maður er komin upp á bragðið af dökku súkkulaði er ljósa sykur súkkulaðið bara engan vegin spennandi lengur.  Enda er það alveg magnað að geta gúffað í sig ofur-súkkulaði með góðri samvisku.  Það er lítið mál að búa sér til súkkulaði og bara mjög skemmtilegt að gera allskyns útfærslur á því.

Hér kemur grunn uppskrift af súkkulaði:

  • 1 dl kakósmjör (fæst í Bónus í Sollu hillunni)
  • 1 dl kókosolía (má vera minna)
  • 0,5 dl Hlynsýróp eða agave sýróp
  • 0,75 dl hreint kakó (eftir því hvað þið viljið hafa það dökkt)

Bragðbætir: Hreint vanilluduft, Himalayjasalt, Chili, Acai ofurduft eða hvað sem ykkur dettur í hug!

Aðferð:

  1. Bræðið kakósmjörið við vægan hita yfir vatnsbaði, blandið öllu hinu saman við, hellið í mót og kælið.
  2. Ef kókosolían og kakósmjörið vilja ekki samlagast er það sennilegast af því að blandan er of heit.  Látið kólna aðeins og haldið svo áfram að hræra saman.
  3. Setjið eitthvað gotterí út í t.d. pecan  hnetur, möndlur og kókosflögur.  Eða heslihnétur og rúsínur. Jafnvel goji ber og kakónibbur ef þið viljið fara alla leið með ofursúkkulaðið 🙂

Verði ykkur að góðu 🙂

súkkulaðisúkkulaðisúkkulaði

ofursúkkulaði

Published by

7 thoughts on “Ofur-Súkkulaði

  1. Er þetta semsagt 1dl af bræddu kakósmjöri og eins kókosolían, 1dl af fljótandi olíu?

    1. Sæl Eva Björk,
      Ég hef reyndar yfirleitt mælt þetta áður en ég bræði það. Því ég blanda þessu saman og læt svo bráðna. Það er fljótlegra heldur en að bræða fyrst í sitt hvoru lagi og blanda svo saman, og ég er jú alltaf að flýta mér 😉 hehe
      Þar sem kakósmjörið er í bitum er mælingin þar af leiðandi alltaf pínu lítið ónákvæm en súkkulaðið er alltaf jafn gott fyrir því 🙂

      Svo er um að gera að prufa sig áfram, sumir vilja hafa minni sýróp eða meira kakó til að hafa súkkulaðið enn dekkra. Það er um að gera að prufa sig áfram 🙂

      Aðal málið er að hafa ekki mikinn hita þá getur allt farið í vitleysu 🙂

      Gangi þér vel og takk fyrir að skoða síðuna 🙂
      Kveðja,
      Oddrún

  2. Takk fyrir þetta, gerði svona áðan með allskonar gómsætu útí 🙂 hrikalega gott!

    1. Gaman að heyra 🙂 Þegar maður byrjar að gera sitt eigið súkkulaði er ekki aftur snúið 🙂 SVo getur maður prufað að setja meira kakó, eða meira sýróp og allskonar bragð, eftir því sem maður gerir oftar þá er hægt að þróa sína útgáfu og svo frábært að borða súkkulaði sem er alveg hreint, engin hvítur sykur eða aukaefni, bara rosa gott fyrir kroppinn 😉

      Kær kveðja,
      Oddrún

Leave a Reply to EydísCancel reply