Þar sem morguninn er sá tími sem flestir eru á hraðferð, mæli ég með því að vera búin að sjóða grjónin áður. Sjá hér. Þannig er hægt að gera þennan frábæra, holla, próteinríka, nærringarríka, orkugefandi og bragðgóða morgunmat á 5 mín.
Setjið soðið Kínóa í pott ásamt smá vatni og hitið í 5 mín. Bætið við smá vanillu ásamt smá Himalayjasalti/ sjávarsalti og gott að setja væna skeið af kókosolíu útí.
Borið fram með mjólk/ rísmjólk/ möndlumjólk og allskonar gúmmílaði af eigin vali. Yfirleitt set ég nokkra hluti á borðið og hver og einn velur fyrir sig. Uppáhaldsútgáfan mín er: Kanilsykur, bláber og kókosflögur
Hér eru nokkrar hugmyndir: kanilsykur, rúsínur, þurrkuð trönuber, saxaðar hnétur eða möndlur, bláber, saxað epli eða kókosflögur.
Published by