Döðlumauk

Ég veit eiginlega ekki hvort þetta teljist sem uppskrift eða hugmynd.  En að gera dölumauk er mjög góð leið til að minnka sykurneysluna.

Látið döðlur (best að setja heilan poka) liggja í bleyti í ca.30 mín og maukið svo í matvinnsluvél.  Má líka setja í pott, setja vatn svo fljóti yfir og sjóða í ca10 mín, kæla og setja í matvinnsluvél.  Fyrri aðferðin er einfaldari og þægilegri en seinni aðferðinina er gott að nota ef maður er í tímaþröng.

Best að setja í stóra glerkrukku og nota svo í staðinn fyrir sykur.

Döðlumauk

Published by

3 thoughts on “Döðlumauk

    1. Sæl Eydís, Ég hef geymt það í ca. 2-3 vikur í ísskáp. Eftir þann tíma hefur það yfirleitt verið búið svo ég þori ekki að ábyrgjast lengri tíma en það. En svo má alveg frysta það í ísmolaboxum og setja svo í frystipoka. Þá er hægt að grípa í það þegar vantar, t.d. setja saman við smoothie eða saman við hafragraut eða þýða slatta og nota í köku 🙂
      Kær kveðja,
      Oddrún

Leave a Reply