Pecan-súkkulaði hrákaka

Þessi er alveg geggjuð.  Þvílíkur súkkulaði draumur.  Uppskriftina klippti ég út úr blaði frá Maður Lifandi en breytti uppskriftinni reyndar pínu lítið, auk þess að bæta við einu lagi af súkkulaði  🙂  Ég gef ykkur útgáfuna eins og ég hef gert hana.

Botninn:

  • 200 gr pecan hnetur
  • 50 gr heslihnetur
  • 180 gr döðlur
  • 80 gr kókosmjöl
  • 60 ml kókosolía
  • 20 gr kakóduft
  • smá sjávarsalt

Allt sett í matvinnluvél og unnið vel, sett í form og kælt.

Fylling:

  • 250 gr Kasjúhnétur  (lagðar í bleyti í 4-6 klst og vatninu svo hellt af)
  • 85 gr kakóduft
  • 100 ml agavesýróp
  • 120 gr kókosolía
  • 1 tsk vanilluduft
  • Vatn,  100- 250 ml (eins lítið og þið komist af með, fer eftir blandaranum)

Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt.  Hellt ofan á botninn og sett í frysti.

Ofan á:  (þarf ekki en er alveg rosalega gott)

  • 1-1,5 dl kakó
  • 1 dl agave
  • 1 dl kókosolía
  • 1 dl kakósmjör
  • smá vanilla
  • örlítil himalayjasalt

Bræðið kakósmjörið yfir vatnsbaði, bætið öllu saman við og hrærið vel.  Smyrjið ofan á kökuna og kælið.

pecan súkkulaði hrákaka

Ég ákvað að bæta við fleiri myndum af þessari yndislegu köku, er búin að baka hana 2x núna með stuttu millibili og það sem mér þykir hún góð 🙂   Þegar þessar myndir voru teknar, setti ég ekki súkkulaði lagið ofan á, heldur brytjaði niður fullt af ávöxtum og setti svo örlítið brætt súkkulaði ofan á.

súkkulaðihrákaka

Botninn mótaður ofan á bökunarpappír.

IMG_3128

Fyllingunni hellt ofan í og stungið í ísskáp eða frysti.

IMG_3153

Skreytt með ávöxtum af eigin vali.

IMG_3154

Mmmmmmmm…nammi namm 🙂

IMG_3161

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

4 thoughts on “Pecan-súkkulaði hrákaka

  1. I remember it was a unforgettable cace! Maybee it will come in english recipe aswell? Islandic is very hard to read and understand correct! Nice homepage! Hugs from spain, Laila

  2. Here comes the the recipe in English for all my english speaking friends 🙂
    This cake is so good, I love it and I hope you love it too 🙂

    Bottom layer:

    200 gr pecan nuts
    50 gr hazelnuts
    180 gr dates (soak for 30 minutes)
    80 gr shredded coconut
    60 ml Coconut oil
    20 gr raw cocoa
    little himalaya salt

    Add everything in food processor and blend well. Put the bottom layer in a tournament or form a cake with high edges on a baking paper. (put in the freezer while you are making next layer)

    Next layer:
    250 gr Cashew nuts (soak for at least 4 hours)
    85 gr raw cocoa
    100 ml agave or maple syrup
    120 gr coconut oil
    1 tsp vanilla
    Water, 100- 250 ml (use as little as you can, but it depends on the blender, how much you need)

    Add everything in a blender and blend until smooth. Put it on the bottom layer and freeze for at least an hour.

    Decorate with your favorite fruits and enjoy 🙂

Leave a Reply