KarmelluRís

Þetta er sennilega lang vinsælasta nammið sem ég bý til, en jafnframt það minnst hollasta, en samt, TÖLUVERT skárra en bland í poka :)   Þetta er yfirleitt alltaf gert þegar það er eitthvað mikið sem stendur til eða þegar heyrist “Æji mamma, ekki svona einhverjar kúlur heldur ALVÖRU nammi.  Þá er þetta trompið sem ég spila út :)

Botn:

120 gr Íslenskt smjör

120 gr Kókosolía

80 gr Rapadura sykur

350 gr Döðlur

3-4 msk rjómi

8 dl Rice Crispies

Bræðið saman smjör, kókosolíu og sykur og bætið svo út í smátt söxuðum döðlum (alls ekki láta þær liggja í bleyti áður).  Að lokum setjið þið rjómann út í (hann gerir karmellubragðið).

Setjið í mót (best að hafa bökunarpappír undir)

Krem ofaná:

200 gr 70% súkkulaði, brætt yfir vatnsbaði

1 msk kókosolía (annars er erfitt að skera nammið án þess að súkkulaði hjúpurinn brotni allur)

* það er mjög gott að skipta 50 gr af súkkulaðinu út fyrir Appelsínusúkkulaði til að fá tilbreytingu.

karmelluRís

karmellurís

karmellurís

Published by

4 thoughts on “KarmelluRís

  1. Oddrún hvað væri hægt að nota í staðin fyrir kókosolíu… ég á svo erfitt með hana fynnst hún svo afgerandi og finn alltaf bragðið af henni alveg sama hvað ég er að gera.

  2. Þá notarðu bara smjör alla leið 🙂 Íslenskt smjör ekki eitthvert líki 🙂 En það er eitt með kókosolíuna, ef hún er alltaf að hitna og harna í krukkunni kemur rosalega sterk lykt og bragð af henni. Passaðu að hita ekki alla krukkuna ef þú átt að hita nokkrar msk, og eins að passa að hún sé t.d. ekki í skáp við hliðina á ofninum. Undir venjulegum kringumstæðum er kókosolían frekar meinlaus og hún er alveg hrikalega mein holl fyrir allan kroppinn 🙂

Leave a Reply to Karmellukornflexnammi – Heilsa og Vellíðan Cancel reply