Kókosolíukrukkur í nýju hlutverki

Miðað við hvað kókosolía er holl ættu allir að eiga nokkrar stórar kókosolíu krukkur inni í skáp eða ef þið eruð búin að henda þeim ættuð þið vera fljót að safna nýjum.

Stóru Kókosolíu krukkurnar úr Sollu hillunni eru alveg frábærar til að geyma fræ, korn, baunir, kókosflögur, rúsínur og annað góðgæti.  Það er betra að geyma matinn í glerílátum en plasti auk þess sem þetta kemur góðu lagi á skipulagið.

Ef þið eruð ekki vön að kaupa kókosolíu þá hvet ég ykkur til þess, meðal annars vegna þess að:

„Kókosolían styrkir ónæmiskerfið og veitir þannig vörn gegn ýmsum sýkingum og er talin geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma. Hún eykur upptöku og nýtingu af Omega 3 og 6 fitusýrum og hefur góð áhrif á húð og hár, gefur hvorutveggja aukinn gljáa, eins vinnur hún gegn flösu og er sérstaklega góð á exem, ásamt öðrum húðkvillum. Er góð fyrir líkamann, bæði innvortis og útvortis.“ (tekið af www.heilsubankinn.is)

„Kókosolía inniheldur um 50% lauric-sýru sem er sjaldgæf miðlungslöng fitusýrukeðja. Hún finnst einnig í móðurmjólk og stuðlar að eðlilegum efnaskiptum líkamans. Vegna þessarar fitusýru innihalda barnaformúlur oft og tíðum hreinar kókosolíur. Olían hefur einnig verið mikið rannsökuð vegna sinnar einstöku sveppa- og bakteríueyðandi eiginleika. Vísindamenn telja að lauric-sýra muni verða eins þekkt í framtíðinni og omega-3 fitusýrur eru í dag.“ (tekið af www.heilsubot.is)

Semsagt góð fyrir útlitið, heilann, ónæmiskerfið og almenna starfsemi líkamans.

Kókosolían er besta olían til að nota til steikingar/baksturs því hún er mjög hitaþolin og missir því ekki sína góðu eiginlega við mikinn hita.  Þar sem hún er mettuð breytist hún heldur ekki í transfitusýrur við mikinn hita.

Athugið að Kalpressuð lífræn kókosolía er ekki það sama og kókosfeiti sem fæst við hliðina á smjörlíki í stórmörkuðum.  Kaldpressuð kókosolía er í sínu upprunalega formi og ekki búið að eiga við á neinn hátt með hita eða efnum.

Margir nota Kókosolíu í staðinn fyrir augnfarðahreinsi, sem líkamskrem eða djúpnæringu í hárið. Möguleikarnir eru endalausir.

Margir hafa í gegnum tíðina kvartað yfir því að þeim finnist kókosolían verða bragðvond en til þess að forðast það þarf að passa að olían sé ekki að bráðna og storkna aftur og aftur í krukkunni. Ef ykkur vantar fljótandi olíu er best að setja magnið í bolla og bollan í heitt vatn.

Ég vona að nú séuð þið sannfærð um ágæti kókosolíunnar, krukkurnar eigi eftir að hrannast upp hjá ykkur og þessi hugmynd eigi því eftir að koma sér vel 🙂

Kókosolía

krukkur

kókosolíukrukkur

kókosolíukrukkur

Published by

5 thoughts on “Kókosolíukrukkur í nýju hlutverki

  1. Frábær síða! Loksins svona heilsusíða á íslensku en ég hef mikið verið á sambærilegu síðum á ensku. En ég hef eina sp.þar sem ég geymi allar krukkur og nota þær eins og þú til að geyma fræ o.s.fr. hvernig nærðu miðunum af?? 🙂 þær eru svo fína hjá þér…Bestu þakkir Kristín

    1. Sæl Kristín og takk fyrir falleg orð 🙂
      Varðandi miðana á krukkunum læt ég þær liggja í heitu vatni í smástund og nudda svo af með pottastáli frá Blindravinnustofunni. Ég hef líka heyrt að sumir noti stálsköfu (eins og maður notar á keramikhelluborð) og sumir hafa sett sítrónusafa ef það gengur illa að ná miðunum af.
      Takk fyrir að lesa,
      Kær kveðja,
      Oddrún

  2. Góð síða. Takk fyrir mig.
    Sambandi við að ná límmiðum af að þá er Hreinsibensín og acetone (naglalakkhreinsir) glimrandi. Vætir bómullarhnoðra og nuddar límið af.

Leave a Reply to heilsumammanCancel reply