Þetta er einfaldasta morgunkornið sem ég útbý fyrir fjölskylduna. Þetta er það einfalt að það er varla hægt að kalla eldamennsku, frekar blöndun 🙂
Þetta bragðast mjög vel saman og góð leið til að koma sólblómafræjum í litla kroppa. Þar sem ég hef notað glúteinlausar Sollu kornflögur í stað erfðabreytts Keloggs Cornflakes er það í dýrara lagi. Ég hef því notað þetta morgunkorn út á þykkan smoothie til að fá frekari fyllingu.
Hráefni:
- 6 dl kornflögur
- 2 dl kókosflögur
- 1 dl sólblómafræ
- 1 dl smátt saxaðar möndlur
- 1 dl þurrkaðir ávextir (rúsínur, trönuber, saxaðar döðlur)
Sólblómafræ eru svo dásamlega holl, þau eru gríðarlega rík af E-vítamíni, magnesíum, selen, B1,B6, fosfóri og fólinsýru. Semsagt góð fyrir húðina, taugakerfið, hafa bólgueyðandi áhrif og góð fyrir kólesterólið
Published by