Kínóaréttur með sveppum og trönuberjum

Þetta er ótrúlega góður Kínóa réttur.  Er mjög einfalt og tekur ekki nema örfáar mínútur ef þið eigið þegar soðið Kínóa inni í ísskáp.  Þessi samsetning af lauk, sveppum og trönuberjum er alveg einstaklega góð og eins og það kalli fram það besta hjá hvoru öðru.  Þessi uppskrift var í námsbókunum mínum svo ég á ekkert í henni nema það að ég bý þetta mjög reglulega til.

Ég er tiltölulega nýfarin að elska Kínóa.  Hér áður fyrr keypti ég einstaka sinnum  Kínóa og notaði í staðinn fyrir hrísgrjón en eftir að ég komst almennilega upp á lag með það gersamlega ELSKA ég það:) Það er fljótlegt að elda það og það er hægt að nota það í næstum því um það bil hvað sem er.  Það er glúteinlaust, próteinríkt, inniheldur mörg næringarefni, trefjar og auðmeltanlegt, er hægt að biðja um eitthvað betra?

Ég er ekki ein um það að elska Kínóa því Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur opinberlega lýst því yfir að árið 2013 verði  viðurkennt sem “Alþjóðlegt ár Kínóa.” Það var nefnilega það. Áfram Kínóa 🙂

En aftur að réttinum.

Miðað við ca 3 – 4

 • 1-2 msk olía
 • Nokkrir sveppir
 • 1 laukur (má líka vera rauðlaukur)
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 -2 msk grænmetiskraftur + smá vatn
 • Lúka af þurrkuðum trönuberjum
 • 4-5 dl af soðnu Kínóa (eða sjóðið skv.leiðbeiningum)

Aðferð:

 1. Setjið olíuna á pönnu og snöggsteikið sveppina, bætið lauk og hvítlauk út í.
 2. Bætið vatninu og grænmetiskraftinum á pönnuna og blandið vel saman.
 3. Setjið Kínóa út á pönnuna og blandið vel saman.
 4. Endið á því að setja trönuberin út í.

Gott með góðu sallati eða hverju sem er.  Í tilefni af því að ég átti bæði fallegt þroskað mangó og kóríander (ásamt rauðlauk og lime)  bjó ég til mangó-salsa sem við vinkonurnar boðuðum með þessum rétt og það var bara dásamlegt 🙂

kínóa

Kínóaréttur

Published by

4 thoughts on “Kínóaréttur með sveppum og trönuberjum

 1. Vildi bara staðfesta það að þetta er alveg meiriháttar. Þarf einmitt að fara kaupa mér trönuber og sveppi svo að ég geti gert þennan rétt um helgina. kv. Karen

  1. Ég hef notað þurrkuð trönuber 🙂 ég hef fengið í Fjarðarkaup, þurrkuð trönuber með hrásykri og líka trönuber sem eru sætt með eplasafa.

Leave a Reply