Laaaang besta döðlukakan

Það er vel við hæfi að skella inn góðri kökuuppskrift í dag í þessum kulda og roki.  Ekkert meira kósý en að finna ljúfan kökuilm og kúra sig inni í hlýjunni.  Þessi uppskrift sem ég ætla  að smella inn er af minni uppáhaldsköku síðasta árið.  Ég sá þessa uppskrift fyrir ca ári síðan og hef bakað hana svo oft að ég er löngu búin að missa töluna.  Mjög margir sem hafa fengið sneið hafa beðið um uppskriftina því hún er einfaldlega alveg yndisleg.  Þessi uppskrift kemur af síðunni hennar Ebbu Guðnýjar en þar heitir hún Döðluterta Írisar.

döðlukaka

Hráefni:

1 bolli döðlur (læt þar liggja í bleyti í smástund svo það sé auðveldara að brytja þær niður)
1 bolli möndlur
1 plata 70 % súkkulaði (oft nota ég bara 60-70 gr og nota restina til að skreyta kökuna að ofan)
1/4 bolli pálmasykur eða hrásykur
3 msk spelt (stundum set ég kókosmjöl, hún verður aðeins lausari í sér en MJÖG góð)
1 tsk vanilludropar
3 msk vatn (ég nota yfirleitt vatnið af döðlunum til að fá smá meiri sætu)
2 egg
1 tsk vínsteinslyftiduft

Aðferð:

Öllu hrært saman og látið standa í skálinni í 15 mínútur.  Sett í mót (frekar lítið) og bökuð í 35-45 mín (eftir ofninum) v/ 150 °C

Ég hef bæði sett möndlurnar í matvinnsluvél og unnið þær smátt en í önnur skipti gróf-saxað þær og hvoru tveggja er gott.  Ég hef jafnvel notað möndluhratið af möndlumjólkinni og það kemur bara vel út.

Stundum hef ég bakað kökuna og skorið hana niður í litla bita í staðinn fyrir kex.  Einnig skreytt hana með þeyttum rjóma, jarðaberjum og söxuðu súkkulaði og  farið með í veislur. Ég hef líka brætt súkkulaði yfir hana.  Möguleikarnir eru margir 🙂

Börnin mín og allir vinir þeirra sem hafa fengið sér sneið elska þessa köku.

Published by

12 thoughts on “Laaaang besta döðlukakan

  1. Þetta er klárlega ein besta kaka sem ég hef smakkað lengi 🙂 og tala nú ekki um með kókosrjómanum 😉

    1. Alltaf svo gaman að heyra þegar uppskriftirnar slá í gegn 🙂 Svo gaman að deila góðum uppskriftum…líka þeim sem ég á ekkert í 😉
      og Kókosrjómakremið er auðvitað alger snilld, hægt að hafa hvaða bragð sem er 😉
      Bestu kveðjur 🙂

  2. Bakaði þessa köku í dag og hún er mjög mjög góð 🙂 Svo langar mig að þakka þér fyrir þessa frábæru síðu þína ég nota hana mikið og uppskriftirnar eru hver annarri betri 🙂

  3. Hvað væri hægt að nota í staðinn fyrir vanilludropana? Ég má ekki borða þessa venjulegu bökunardropa og var að hugsa hvort það væri hægt að kaupa einhverja hreina eða eitthvað annað í staðinn? 🙂

    1. Sæl,
      Ég mæli með vanilludropum frá Now sem fást í flestum heilsubúðum og heilsuhillum. Einnig hef ég sérstakt uppáhald á Vanilludufti frá Rapunzel sem heitur Vanilla Bourbon, það er bara hrein vanilla, algerlega dásamlegt og maður þarf bara örlítið.
      Takk fyrir að fylgjast með síðunni 🙂
      Kv,
      Oddrún

  4. Sael. Bræðirðu súkkulaðið eða brytjar? Langar að gera þessa fyrir veislu sem eg er að fara í um helgina, er kakan mjög lítil? Bara spurning um hvað à að gera mikið ef gestirnir eru margir…

    1. Ó fyrirgefðu hvað ég svara seint, ég brytja súkkulaðið og hef það í bitum. Kakan er frekar lítil, sennilega er mótið sem ég nota ca. 22 cm, ég hef bakað 1 og 1/2 uppskrift og sett í stórt mót (ca. 26 cm)

      Gangi þér vel 🙂

      1. Takk kærlega, þetta slapp fyrir horn, geri hana í fyrramálið!

Leave a Reply