Súkkulaði Brownie (úr grænmeti og ávöxtum)

Þessi kaka er svo holl að það er alveg geggjað.  Hún er auðvitað ekki alveg eins og alvöru brownie sem er búin til úr fullt af sykri, smjöri og súkkulaði.  Þessi er aðallega úr grænmeti og ávöxtum og það er það sem er svo geggjað 🙂  Þvílík sæla að gefa krökkunum súkkulaðiköku sem er full af næringu og hún passaði líka alveg einstaklega vel með kaffinu mínu.  Ég gerði þau mistök að segja eiginmanninum hvað væri í henni áður en hann smakkaði svo hann var heldur betur með varan á sér en þegar hann fékkst til að smakka kom hún honum verulega á óvart (ég veit ekki alveg við hverju hann bjóst hehe).  Þegar önnur skvísan mín smakkaði hana sagði hún eftir fyrsta bitann „mamma, viltu baka þessa aftur“.  Mjög góð meðmæli það.

Þessi kaka hentar mjög vel fyrir ofnæmispésa þar sem hún er glúteinlaus, eggjalaus og mjólkurlaus.

Holl súkkulaði brownie

Hráefni:

1 og 1/2 bolli glúteinlaust mjöl (möndlumjöl, bókhveiti eða all purpose baking flour) (eða bara spelt)
4 tsk vínsteinslyftiduft
3 bollar döðlur
1 bolli eplamús (ég átti ekki svoleiðis svo ég gufusauð 2 epli og maukaði svo með töfrasprota)
1 bolli rifin kúrbítur (1 meðalstór)
1 bolli rifnar gulrætur (ca 3 meðalstórar)
2 þroskaðir bananar
6 msk kakó
2 tsk vanilla
1/2 tsk salt (himalayjasalt eða sjávarsalt)

Aðferð:

Hitið ofnin á 175°C
Leggið döðlur í bleyti
Rífið niður kúrbít og gulrætur
Blandið saman mjöli, salti, kakói og lyftidufti í skál
Ef þið eigið ekki eplamús, afhýðið þá epli og setjið í pott með smá vatni (helst ofan á gufusigti) og sjóðið í nokkrar mínútur.
Setjið saman í matvinnsluvél: döðlur, banana, eplamús/gufusoðnu eplin og vanillu.  Blandið því næst kúrbít og gulrótum saman við og að lokum þurrefnunum saman við.
Setjið í kökumót, ég notaði ofnskúffuna og það passaði vel.
Bakið í ca 40 mín en fylgist vel með því ofnar eru misjafnir.

holl súkkulaði brownieKúrbítur og gulrætur

Holl súkkulaðibrownieHoll súkkulaðibrownie

Ég bræddi 70 % súkkulaði yfir nokkra bita á laugardeginum og það gerði mjög mikið fyrir hana.  Afgangurinn var síðan borðaður eftir skóla á mánudegi og það kom ekkert að sök þó að það væri ekki súkkulaði á henni, það var pínu kvartað en engu að síður rann allt mjög ljúflega niður.

Holl súkkulaðibrownie

Verði ykkur að góðu og ég skora á ykkur að prufa 🙂

Published by

14 thoughts on “Súkkulaði Brownie (úr grænmeti og ávöxtum)

    1. Sæl Linda og takk 🙂
      Ég reiknaði hitaeiningarnar út og í einni sneið eru ca 120 hitaeiningar. Miðað við að kakan sé bökuð í ofnskúffu og skorin í 16 sneiðar.
      Kveðja,
      Oddrún

  1. Þessi er geggjað girnó – ætla að prófa hana ASAP! Takk fyrir frábæru síðuna þína 🙂

    1. Sæl og takk fyrir að lesa 🙂
      Já þessi er svo sniðug 🙂 Ég verð reyndar að játa að það gerir mjög mikið fyrir hana að hafa súkkulaðið ofaná 😉 Ég hef fengið nokkra leikskólakrakka hingað í heimsókn sem hafa hámað þessa „skúffuköku“ í sig án þess að minnast á það einu orði að hún sé eitthvað öðruvísi 🙂
      Kær kveðja,
      Oddrún

  2. Hæ hæ frábær síða.. En mætti ég forvitnast aðeins með þessa þvílíkt girnilegu köku.. Þú segir 2 tsk vanilla.. Ég er svo glær 🙂 hahah… Hvernig vanillu erti að meina, bara stangirnar eða ??

    En takk fyrir snilldar síðu 😀

  3. Sæl, ætla að gera þessa næstu daga 🙂 en þegar þú mælir þetta í bollum eru þetta þá amerískir cups?

    1. Sæl, já Það passar. 1bolli er 2,3 dl. Ég nota svona kakókönnu, Þær eru svipaðar ameríska bollamálinu 🙂
      Gangi Þér vel 🙂
      Kær kveðja,
      Oddrún

  4. Já ég á líka svona flotta mælikönnu með bollamælingu 🙂
    Svo langaði mig bara að þakka fyrir frábæra síðu, ég kíki á hana nánast daglega!

    1. Það er nú ekki verra 😉
      Og en gaman að heyra, bara yndislegt að heyra svona, þá verð ég ennþá duglegri að setja uppskriftir inn 😉
      Kveðja,
      Oddrún

  5. Ætla að prófa þessa! Má hún fara í frysti og vera tekin út daginn sem á að bera hana fram? Þolir hún það?

Leave a Reply to ÁgústaCancel reply