Túnfisksalat….kaupa eða gera sjálfur

Stelpurnar mínar elska túnfisksalat, sú eldri væri örugglega sátt við að fá það í nesti á hverjum einasta degi.  Maðurinn minn elskar líka túnfisksalat og öll fjölskyldan hans.  Áður en við kynntumst man ég ekki mikið eftir túnfissalati, það var frekar til rækjusalat eða hangikjötsalat heima.  En já, ég hef aldrei vitað til þess að okkur geti borðað jafn mikið túnfissalat og fjölskylda mannsins míns og þau eru búin að koma mér uppá bragðið 🙂   Ég ákvað að taka saman muninn á því að kaupa tilbúið eða að gera sjálfur.

salla

Fyrst kemur uppskriftin eins og hún er oftast á okkar heimili:

  • 1 dós túnfiskur
  • 1/2 dós Sollu-majones (mjólkuróþolsskvísan fær bara majones en ég set oft Lífræna gríska jógúrt með handa okkur hinum)
  • 1 tsk gróft sinnep (er með Sollu-sinnep í ísskápnum núna)
  • 2 til 3 msk Extra virgin ólífuolía (græna)
  • skvetta af sítrónusafa
  • smá salt (himalayja, sjávarsalt eða Herbamare)
  • smá svartur pipar
  • 1 tsk turmerik (verður reyndar mjög gult en turmerik er svo geggjað hollt en samt svo lítið bragð af því svo það er alger snilld að leyfa því að vera með)
  • 1/2 púrra, rauðlaukur eða laukur
  • 2-3 harðsoðin egg

Ég gerði salat um daginn, reiknaði út kostnaðinn og hann var eftirfarandi:  salatið vóg 400 gr, þar af var 140 gr túnfiskur eða um 35 % og salatið kostaði 330 kr.

Ef ég hefði keypt ódýrasta salatið í Bónus hefði ég borgað fyrir dósina 225 kr, en hún er bara 200 gr svo ég hefði þurft að kaupa 2 til að fá sama magn, þær hefðu kostað 450 kr.  Þau box innihalda 30 % túnfisk, sem er heldur minna.

Þannig að það er töluvert ódýrara að gera sitt salat sjálfur jafnvel þó notaður sé lífrænn majones.  Fyrir utan að heimagerða salatið getur innihaldið miklu meira af eggjum og minna af sósu, meiri lauk, og góð innihaldsefni eins og túrmerik og græna ólífuolíu.

Ef gert er heimatilbúið salat er maður líka laus við öll rotvarnarefni.  Og það er athyglisvert að í sumum tegundum er notað rotvarnarefnið E211 sem margir eru viðkvæmir fyrir og það hafa t.d. verið gerðar rannsóknir á tengslum þess við ofvirkni og heðgunarvanda (þá var því blandað saman við litarefni sem líka hafa verið gangrýnd og bönnuð í nokkrum löndum).  Það hafa verið gerðar rannsóknir en þær rannsóknir hafa ekki sýnt á fullnægjandi hátt að þetta rotvarnarefni sé skaðlegt heilsunni og þar af leiðandi ekki bannað.  En einhver ástæða er fyrir því að þessar rannsóknir voru gerðar.  Persónulega finnst mér ekki spennandi að borða eitthvað sem hefur þetta vafasama orðspor eða gefa barninu mínu sem er mjög viðkvæmt fyrir aukaefnum.

Að búa til túnfisksallat er eitthvað sem flestum krökkum finnst skemmtilegt.  Það er gaman að tína skurnina utan af eggjunum, skera þau og blanda þessu öllu saman.

Ég hvet ykkur til þess að velja heimatilbúið næst 🙂

 

 

Published by

4 thoughts on “Túnfisksalat….kaupa eða gera sjálfur

Leave a Reply to heilsumammanCancel reply