Geggjaðar gulrótarmúffur (glúteinlausar)

Það eru gulrætur út um allt núna og hægt að fá þær á góðu verði og þessvegna tilvalið að skella í þessar dásamlegu gulrótarmúffur.  Það er engin viðbættur sykur í þeim (bara smá hunang og döðlur) svo þetta er fínasta hversdags-sætabrauð.  Mér finnst yndislegt að eiga eitthvað svona gotterý sem hægt er að gæða sér á með kaffibollanum eða teinu meðan stormurinn blæs úti.  Ekkert samviskubit bara eintóm hollusta og gleði.  Skólastelpan mín er líka mjög sátt við að fá svona þegar hún kemur heim úr skólanum.

Hráefni:

  • 3 bollar möndlumjöl eða spelt (eftir því hvort þær eigi að vera glúteinlausar eða ekki)
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2 tsk kanill
  • 5 egg
  • 1/2 bolli hunang
  • 1/4 – 1/2 bolli olía  (má nota eplamauk í staðinn)
  • ca 500 gr gulrætur
  • 1 bolli valhnetur eða pecan hnetur (smátt saxaðar)
  • 1 bolli döðlur (smátt saxaðar) eða rúsínur

Aðferð:

  • Blandið saman öllum þurrefnunum
  • Hrærðið saman egg, hunang og olíu
  • Rífið niður gulræturnar og brytjið niður hnetur og döðlur
  • Blandið saman þurrefnum og blautu efnunum og að lokum gulrótunum, hnetunum og döðlum.
  • Þegar ég hef bakað þær í muffins bökunarplötu voru þær frekar stórar og þá fékk ég 23 stk úr uppskriftinni en annars í kringum 50 stk. ef ég hef bakað þær í venjulegum mótum.
  • Bakið við 180° í 25 -30 mín.

Ég hef bæði bakað þær glúteinlausar og eins bara úr spelti.  Það er bæði gott.  Auðvitað eru þær mýkri með speltinu en sem glúteinlausar eru þær alveg snilld.  Við erum að gera prufu að hafa 100 % glúteinlaust fæði hjá stelpunni okkar núna (sem er alveg heilmikil áskorun þegar maður er 6 ára) og þessar slógu algerlega í gegn.  Það er bara verst hvað allt svona klárast fljótt 🙂

Published by

7 thoughts on “Geggjaðar gulrótarmúffur (glúteinlausar)

  1. Thank goodness for Google Translate- I hadn’t noticed it before, now I am so glad I can read you blog and recipes (mostly anyway)! I like the simplicity of these, they look tasty and I will definitely try them!

  2. Sæl mér líst vel á þessa en veistu nokkuð hvað ég get notað í staðin fyrir egg?

    1. Sæl,
      Ég hef ekki þurft að baka eggjalaust svo ég hef ekki mikla reynslu í því. Ég sá reyndar í Fjarðarkaup eitthvað sem heitir „no egg“ (eitthvað meira) og þá átti að setja eina teskeið af duftinu út í, í staðinn fyrir egg. Gætir prufað það 🙂
      Kær kveðja 🙂

  3. Sælar!
    Solla græna benti einu sinni á að hægt væri að nota hörfræslím (hörfræs slím)
    Þá eru hörfræin lögð í bleyti, jafnvel yfir nótt, slímið síað frá. Minnir að 2 msk komi í staðinn fyrir 1 egg. Þetta er þeytt upp og blandað í deigið.
    Kv.

  4. Tar sem eg er ekki mikid fyrr gulraetur prufadi ad setja epli i stadin og tad er rosa gott og tala nu ekki um med sma soja is tegar taer eru ny komar ur ofninum 🙂
    Nota siduna tina mikid og finnst hun frabaer!

    1. Góð hugmynd að nota epli, ég prufa það við tækifæri 🙂
      Alltaf svo gaman að heyra frá þeim sem skoða síðuna.
      Takk kærlega
      Kveðja,
      Oddrún

Leave a Reply to heilsumammanCancel reply