Að fá öðruvísi mat en hinir !

Þegar maður er 6 ára og með fæðuóþol eða svona óþolandi eins og hún sjálf kallar það stundum, getur verið heilmikil áskorun að þurfa að fá eitthvað annað en hinir.  Oft er það bara tímabundið sem þarf að sleppa ákveðnum fæðutegundum en samt sem áður getur það verið mikil áskorun.

Hér er ein skemmtileg leið og það er að fá sér lítið fallegt mót og bera matinn fram í því.

Ég keypti þetta sæta mót í Tiger um daginn á 600 kr og þvílík hamingja á bænum.

hjartaform

Eins og þið sjáið þá er hennar matur miklu eftirsóknarverðari heldur en hinn í ómerkilega eldfasta mótinu 😉  Hún spurði mig á hverjum degi í nokkra daga: ætlarðu ekki að fara drífa þig að elda einhvern mjólkur/glútein mat ?

IMG_2848

Þennan daginn gerði ég Kjúklinga-pastarétt frá www.gulurraudurgraennogsalt.com  og hafði glúteinlaust pasta og sleppti ostinum og hún var í skýjunum.

Nokkrum dögum seinna gerði ég geggjaða berjaköku úr nýju bókinni hennar Ebbu Guðnýjar og hafði kókosolíu og glúteinlaust mjöl í hennar en í hinni spelt og smjör.  Enn og aftur þvílík hamingja, spáði ekki einu sinni í því hvernig hin kakan smakkaðist.

hjartaform

IMG_2893

Eigið góðan dag 🙂

Published by

4 thoughts on “Að fá öðruvísi mat en hinir !

  1. Góð ábending með flott matarílát. Á einmitt dreng með eggjaofnæmi og sé fram á að þurfa að finna uppá ýmsum leiðum til að gera hans mat skemmtilegan þegar hann fær annað en hinir.

Leave a Reply