Yndislegur „creamy“ mangóís

Þessi mangóís er dásamlega góður.  Hann er líka svo sumarlegur og fallegur á litinn og tilvalin til að lýsa upp skammdegið.  Ég hlakka svo til að fá mér svona ís um helgina og ætla að passa mig á því að gera ríflegan skammt í þetta skiptið því hann kláraðist alltof fljótt síðast 😉

IMG_3485

Hráefni:

 • 3-4 dl mangó (ég notaði frosið)
 • 3 dl Epla- og mangósafi (frá Sollu)
 • 1 dl kasjúhnetur (búnar að liggja í bleyti í ca 4 tíma)
 • 1 msk kókosolía
 • 2 msk hlynsýróp eða agave (má sleppa því safinn gefur svo mikla sætu)
 • 1 ferna kókosmjólk eða 2 dl af kókosmjólk úr dós (ekki Lite)
 • 1/2 msk sítrónusafi

Aðferð:

Kasjúhneturnar settar í blandara ásamt smá vökva og blandað þangað til silkimjúkt. Þá er restinni bætt saman við og blandað vel. Þeir sem búa svo vel að eiga ísvél setja hann auðvitað í ísvélina en við hin setjum ísinn í box og inn í frysti. Ef þið notið frosið mangó verður ísinn tilbúin fyrr, síðast þá tók það uþb. 4-5 klst.  Ég hrærði í honum á ca klukkutíma fresti eða ca 4 x.  Það er gott að leyfa honum að standa aðeins upp á bekk áður en þið gæðið  ykkur á honum svo það séu engar ísnálar í honum.

IMG_3461

IMG_1866

Þetta finnst mér vera langbesta kókosmjólkin til að nota í ísgerð.  Það er ekkert í henni nema 80 % kókoskjöt og vatn.  Ég hvet ykkur til að lesa innihaldslýsinguna þegar þið kaupið kókosmjólk því innihald er mjög mismunandi og misjafnt hvað er sett mikið af allskonar aukaefnum.

IMG_3484

Ég hvet ykkur til að prufa því þetta er þvílík dásemd og hver var að tala um að ís væri óhollur ?

Verði ykkur að góðu 🙂

Einhverjum kann að finnast það vesen að vera að leggja kasjúhnetur í bleyti og nota þær.  Auðvitað má alveg sleppa þeim.  En þær gefa ísnum mikla fyllingu og skemmtilega rjómakennda áferð.  Þær gera ísinn líka mun næringarmeiri en hann yrði annars.  Kasjúhnetur eru nefnilega alveg dásamlega hollar.  Þær innihalda lægra fituinnihald en flestar aðrar hnetur og það sem meira er þær innihalda sömu góðu fituna og er í ólífuolíunni (oleic acid).  Þar af leiðandi eru þær góðar fyrir hjartaheilsuna.  Þær innihalda mikið magn af kopar, mangan, tryptófan, magnesíum og fosfór.  Tryptófan er einmitt byggingarefni fyrir serótónín sem er nú aldeilis gott að framleiða sem mest af núna í skammdeginu fyrir sálartetrið. Magnesíum er nauðsynlegt fyrir beinin og gott fyrir taugakerfið svona til að nefna eitthvað.  Þannig að ég segi áfram kasjúhnetur því þær eru sannkallaðar hamingjuhnetur. 

9 athugasemdir við “Yndislegur „creamy“ mangóís

 1. Frábær uppskrift.. á eftir á prufa þessa.

  En ég hef líka gert mangoís bara með því að setja frosinn mango í blandara og ef til vill (þarf semsagt ekki) 1-2 msk agave eða hunang og hann er tilbúinn strax.. Verður svona sorbet ís 🙂

 2. Bakvísun: Þegar þarf að fjarlægja mjólkurvörur úr fæðunni. | Heilsumamman

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s