Mjólkuróþol eða ADHD? – framhaldslesning

Pósturinn sem ég skrifaði á laugardaginn hefur aldeilis verið lesin oft og þegar þessi orð eru skrifuð er búið að lesa hann mörg þúsund sinnum og færslunni verið deilt næstum 700 sinnum á Facebook. Mig óraði nú reyndar aldrei fyrir því en það er greinilegt að fleirum en mér þykir efnið áhugavert.

Mig langði að taka það fram að heitið á greininni þýðir ekki ég telji að þeir sem séu með ADHD séu einfaldlega með mjólkuróþol og vona að engin hafi tekið því þannig.  Heitið kom einfaldlega vegna minna hugmynda að mér fannst mjólkuróþolið fjarlægari möguleiki og hitt mun líklegra því ég trúði ekki að mjólkin myndi hafa svona mikil áhrif á hegðun. Ég var alveg viss á því að mjólkurneyslan gæti haft áhrif á húðina og verið slímmyndandi og þar af leiðandi hjálpað til við öll veikindin en það sem kom mér mest á óvart var hversu hegðunin batnaði og það var það sem mig langaði að vekja athygli á.

Við höfum hinsvegar gert meira í mataræðinu en að taka út mjólkina og það hefur líka hjálpað okkur í þessu ferðalagi til bættrar heilsu og ég mun segja frá seinna.  En fyrst langði mig bara að eyða þessum miskilingi ef einhver væri.  Ég veit að mjög margir eru með ADHD og ADD og þekki marga foreldra sem kveljast við það að setja börnin sín á lyf en hafa enga kosta völ og finnast þau jafnvel vera að bregðast í  allri um ræðunni um ofgreiningar ofl.  Svo ég vona innilega að ég hafi ekki látið neinum líða illa.

Við fjölskyldan höfum virkilega góðu reynslu af Þroska- og hegðunarstöð, þar vinnur yndislegt fólk og vinnur vinnuna sína mjög vel.  Ég myndi samt óska, eftir allt sem ég hef lesið og upplifað að mataræði væri gefið meira vægi.  Til dæmis að væri fólk hvatt til þess að prufa mjólkurlaust og glúteinlaust fæði í nokkrar vikur áður en farið er að ráðleggja lyfjagjöf.

Við fórum í greiningu síðasta vor eftir langan og erfiðan vetur.  Við vorum í miðju greiningarferli þegar ég las söguna hans Sindra og ákvað að drífa mig loksins í þessu.  Kannski hjálpaði tímasetningin, við vorum svo lengi búin að bíða eftir greiningunni, í einhverskonar „biðstöðu“ en loks þegar hún var búin var ábyrgðin algjörlega hjá okkur.

Ég var virkilega ánægð með vinnubrögð þeirra sem við töluðum við, þetta voru löng samtöl og skýrslan sem við fengum í lokin hefði ekki verið betur skrifuð af okkur sjálfum.  Mér finnst sumir foreldrar sem ég tala við finnast það einhver dómur að fara í greiningu og vilja forðast það eða forða börnunum sínum undan því.  Ég lít hinsvegar allt öðru vísi á málið og fannst við fá virkilega góða hjálp og mjög góðar leiðbeiningar.  Greiningin fór fram í apríl og svo byrjaði hún í skóla um haustið og það var ómetanlegt að hafa einhver gögn í höndunum áður en skólagangan hófst.  Það hafði þau áhrif að skólabyrjun gekk sérstaklega vel og við fáum skilning og stuðning frá kennurum.

Dóttir mín er hinsvegar ekki með ADHD  eins og mér fannst nú alltaf líklegast því athyglisbresturinn var svo mikill en hinsvegar var hún greind með með almenna kvíðaröskun.  Þeir sem eru með kvíða sýna oft mikinn mótþróa (því þeir vilja ekki fara á hina ýmsu staði, t.d. leikskóla, skóla ofl, eða taka þátt í hinu og þessu).  Og eins og við þekkjum kannski sjálf þegar við erum með kvíðahnút í maganum yfir einhverju þá erum við ekki þau skipulögðustu, munum ekki hvar við leggjum frá okkur hluti eða hvað við ætluðum að gera næst.  Einstaklingar sem eru með kvíða sýna oft sömu einkenni og þeir sem eru með ADHD eða eru á einhverfurófinu.  Í einni grein sem ég las var einmitt talað um að fólk með kvíðaröskun væri mjög oft með fæðuóþol þar sem svo mikið álag er á meltingarkerfinu og allt kerfið verður viðkvæmara.

Ég hef mest beint athyglinni að mataræðinu, og það er aðallega vegna þess að sú skoðun á enn undir högg að sækja.  Það er þó alls ekki þannig að mér finnist það vera það eina sem skiptir máli.  Ég hef t.d. litla trú á því að árangur náist hjá barni sem er með einhverja röskun,  væri því gefið brokkolí og grænmeti á hverjum degi, aldrei neitt óholl en komið illa fram við það, það brotið niður eða gargað á það.  Þetta skiptir allt máli, við erum ein heild líkamlega og andlega.

Áður en við fórum í greininguna fórum við á PMT námskeið hjá Hafnarfjarðarbæ.  Það er námskeið sem ég mæli virkilega vel með.  Það er virkilega gott fyrir alla foreldra en auðvitað sérstaklega foreldra þeirra barna sem eru með erfiða skapgerð, hegðunarerfiðleika, ofvirkni og/eða athyglisbrest eða ef samskiptin á millli foreldra og barna eru ekki nógu góð.  Þar eru foreldrum gefin verkfæri eins og hvernig hægt er að nota umbunarkerfi sem eru vænleg til árangurs.  Á námskeiðinu með okkur voru foreldrar barna á breiðu bili, allt frá 4 ára til unglingsára.  Það var magnað hvernig sama tækni gat virkað á 6 ára og 16 ára.

Það er fleira en mataræði sem skiptir máli, til dæmis að hafa hlutina í föstum skorðum, fá útrás í góðri hreyfingu, nægur svefn, reglulegar máltíðir, athygli, væntumþykja,  hrós og knús.

En meira síðar um hvað fleira hefur breyst í mataræðinu hér á þessum bæ.

Takk fyrir að lesa,

Kær kveðja,

Oddrún

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Mjólkuróþol eða ADHD? – framhaldslesning

 1. TAkk fyrir söguna þína og það er einsog þú sért að tala um dóttur mína! Hef áhuga að vita meira um PMT…fyrir hvað stendur þessi skammstöfun?

  Kv. Eydís.

 2. Sæl Eydís,
  Hér ættirðu að finna allt um PMT: http://www2.hafnarfjordur.is/pmt_forsida/
  Ég held að það séu líka námskeið í Reykjavík og Akureyri þó ég þori ekki að fullyrða það 100 %. Margir skólar hafa innleitt hjá sér SMT sem er skólafærni og byggir á sömu forsendum, þ.e.a.s. skýr skilaboð, skýr mörk, jákvæð uppbygging ofl.
  Gangi þér vel með dóttur þína 🙂
  Kær kveðja,
  Oddrún

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s