Ein af bókunum á náttborðinu þessa dagana er “Bragð í baráttunni – Matur sem vinnur gegn krabbameini”. Virkilega fræðandi og skemmtileg lesning 🙂
Ætla að deila með ykkur fróðleik um túrmerik sem ég rakst á:
“Nauðsynlegt er að binda túrmerik í olíu til að líkaminn geti nýtt sér það. Þegar gera skal soð eða súpu með túrmeriki er því best að láta lauk krauma í olíu og bæta túrmerikinu svo út í. Alltaf ætti að krydda túrmerikrétti með svörtum pipar, því hann eykur upptöku túrmeriks svo um munar. Nota má túrmerik í sallatsósu (en þá þarf að láta það út í olíuna áður en ediki og sítrónusafa er blandað saman við). ”
Þetta er áhugavert og ég þarf greinilega að bera mig aðeins öðruvísi að þegar ég krydda meðal annars túnfisksalatið, ommelettuna góðu, indversku sósuna og flensusúpuna.
Og fyrst ég er hér með bókina opna fyrir framan mig þá læt ég smá meiri fróðleik fylgja, svona af hverju túrmerik er svona geggjað:
“Dagleg neysla túrmeriks fækkar bólgusameindum í blóðinu….Þar sem bólgumyndun gegnir stóru hlutverki í þróun krabbameins benda bólgueyðandi áhrifs engifers og túrmeriks á áhugaverðar leiðir í krabbameinsforvörnum. Kúrkúmín og gingeról búa líka yfir þeim eiginleika að hafa áhrif á aðra þætti í dreifingu krabbameins; þau geta beint sér að ákveðnum tegundum krabbameinsfrumna og neytt þær til að eyða sér með stýrðum frumudauða og komið í veg fyrir nýæðamyndun sem er nauðsynleg fyrir æxlisvöxt. ”
Þetta var fróðleikur dagsins – áfram túrmerik 🙂
Frábært að vita þetta, er nefnilega að setja túrmerik í “allt” hjá mér en áttaði mig ekki á olíu faktornum, takk fyrir þessar uppl. Þarf líka að komast í þessa bók sem þú ert að lesa…:)
Nákvæmlega, hef nefnilega ekki heyrt þetta áður og fannst stórmerkilegt 🙂