Snickersís

Þvílíkt nammi ég segi ekki annað.  A.m.k. ef ykkur þykir Snickers gott 😉  Þetta er sko ís fyrir sælkera.

IMG_3908

Hráefni:

 • 1 dós kókosmjólk (400 ml)
 • 3 msk hlynsýróp (eða agave sýróp
 • 3 msk hnetusmjör (hreint, án sykurs)
 • 3 msk kakó
 • 2 msk kókosolía
 • 2 tsk vanilla (alvöru eða 1 msk af sýrópi)

Aðferð:

Allt sett í blender og blandað þangað til silkimjúkt.  Sett í box og fryst. Hrært í reglulega.  Má líka frysta í íspinnaboxum.

Þessi ís er algert nammi og ég tala nú ekki um með hinni fullkomnu súkkulaðisósu sem harðnar

Verði ykkur að góðu og góða helgi 🙂

Published by

6 thoughts on “Snickersís

 1. Ætla svo sannarlega að prufa þetta á morgun 🙂 takk fyrir!

 2. Þetta verður sko prófað á mínu heimili og takk kærlega fyrir þessa síðu 🙂

  1. Verði ykkur að góðu og takk fyrir að fylgjast með 🙂 Alltaf svo gaman að heyra frá þeim sem skoða síðuna 🙂
   Kær kveðja,
   Oddrún

 3. Er hægt að setja eitthvað í staðinn fyrir 3 msk hlynsíróp? Ef maður er að sleppa sykri 🙂

  1. Sæl,

   Ég myndi þá bara mauka nokkrar döðlur í staðinn. Það kemur líka vel út í ís, gerir hann svona þéttan og minni hætta á ísnálum.

   Gangi þér vel 🙂

Leave a Reply to Lára Emilsd.Cancel reply