Graskersfræ-möluð

Hér kemur snilldar hugmynd.

  1. Sturtið úr einum poka af graskersfræjum í mini matvinnsluvélina eða þá stóru (ef þið nennið að þvo hana upp)!
  2. Malað.
  3. Sett í krukku.
  4. 1-2 msk sett út í sjeikinn

IMG_3787

IMG_3788

IMG_3795

Þetta er frábær leið til að borða meira af graskersfræjum.  Eða jafnvel koma graskersfræjum ofan í litla munna sem segjast ekki borða graskersfræ!  Þá er bara að finna leið til að koma þeim í kroppinn.

Graskersfræ eru virkilega holl.

  1. Þau innihalda mikið af Sinki sem er gott fyrir ónæmiskerfið.
  2. Þau innihalda steinefni sem eru nauðsynleg fyrir beinin.
  3. þau innihalda allar gerðir af E-vítamíni svo þau eru virkilega góð fyrir húðina.
  4. Þau innihalda mikið magn af andoxunarefnum, eru prótein rík og innihalda góða fitu.

Published by

Leave a Reply