Klassíski morgunsjeikinn

Hér er uppskrift af hinum klassíska morgunsjeik á þessu heimili.  Þó að ég sé alltaf að prufa eitthvað nýtt og mismunandi hvað fer í blandarann eftir því hvað er til hverju sinni þá er þessi gamli góði mjög oft gerður.  Góður á morgnana þegar hlutirnir þurfa að ganga hratt og hægt að gera hann næstum blindandi.  Yfirleitt geri ég hann þykkan og  hann er borðaður með múslí. Ef hann er í seinnipartshressingu er hann þunnur  (bætt við smá vatni) og drukkin með röri, en það er einmitt mjög mikilvægt 😉

IMG_3921

(Handa 5 manna fjölskyldu)

Hráefni:

  • 3 bollar ber og ávextir (bláber/jarðaber/ananas eða mangó)
  • 2 bollar vatn
  • 2 lúkur möndlur (búnar að liggja í bleyti yfir nótt)
  • 1 lúka af grænkáli eða spínati
  • 3-6 msk af eftirtöldu(eftir því hvað hendi er næst): möluð hörfræ, möluð graskersfræ, hveitikím, hampfræ
  • 1 msk hunang (ef þarf – fer eftir því hversu mikið af fræjum fer út í)

IMG_3930

Aðferð:

Ég byrja á því að setja möndlurnar í blandarann ásamt smá vatni og blanda vel í smástund áður en ég set restina út í.  Þar sem ég á ekki svona súper dúper blandara þá set ég ekki allt í einu heldur set hráefnið í blandarann í nokkrum lotum.  Ég enda alltaf á græna kálinu og hörfræjunum/ graskersfræjunum.  Ef þið notið hveitikím á að setja það út í bara alveg í lokin og helst bara rétt að hræra því saman við.

Það er mjög sniðugt að setja smá drykk í lítið glas og bæta út í hinu og þessu súperfæði, t.d. bee pollen, hveitigras, spirulina, klórellu eða eitthvað annað og skella í sig.  Sannkallað orkuskot 🙂

IMG_3929

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

Leave a Reply