Ljúffeng linsubaunasúpa

Þessi ljúffenga linsubaunasúpa fékk háa einkunn hjá öllum fjölskyldumeðlimum.  Hún er einföld, fljótleg, holl, ódýr og bragðgóð, er hægt að biðja um eitthvað meira 🙂

Linsubaunasúpa

Hráefni:

  • 2 dl rauðar linsubaunir (það er mælt með því að þær liggji í bleyti í nokkra klst)
  • 1 1/2 – 2 l vatn
  • 1-2 tsk kókosolía eða önnur góð olía
  • 1 laukur
  • 2 lárviðarlauf
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 3 gulrætur
  • 2 sellerý stilkar
  • 1 dós/flaska maukaðir tómatar
  • 1 msk grænmetiskraftur
  • 2 tsk ítalskt pastakrydd eða pizzakrydd (t.d. frá pottagöldrum)
  • 2 tsk oregano
  • 2 tsk paprika
  • salt og pipar
  • lúka af ferskri steinselju

Aðferð:

  1. Leggjið linsubaunir í bleyti um morgunin og skolið svo vel áður en þeim er blandað saman við súpuna.  Þær verða auðmeltari við þetta.
  2. Hitið pönnu, bræðið kókosolíuna og steikið laukinn við lágan hita.
  3. Bætið við smátt brytjuðum gulrótum, sellerý og hvítlauk.
  4. Bætið vatninu við ásamt linsunum, tómötum og öllu kryddi.
  5. Sjóðið í ca 25 mín og þegar þið takið pottinn af hellunni setjið þið steinseljuna út í og smakkið til hvort það þurfi meira krydd.

Linsubaunir eru alveg frábærlega hollar.  Ég spurði mig hversvegna ég elda ekki linsubaunir amk. einu sinni í viku þegar ég leit yfir næringarupplýsingarnar.

  • Þær hafa góð áhrif á kólesterólið.
  • Þær innihalda mikið magn af trefjum og hafa því góð áhrif á blóðsykurinn.
  • Þær innihalda mikið magn af fólati, magnesíum og járni (og því frábær kostur fyrir þær ófrísku).
  • Þær innihalda góð flókin kolvetni og gefa því góða orku ásamt því að auka járnbúskapinn.
  • Þær eru góð uppspretta próteins.

Og því spyr ég aftur sjálfa mig, “Af hverju hefurðu ekki oftar linsubaunir í matinn?”

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

3 thoughts on “Ljúffeng linsubaunasúpa

Leave a Reply