Kínóa á nokkra vegu sömu vikuna !

Ég elska kínóa og hef sagt það nokkrum sinnum.  Það er bara eitthvað svo einfalt og gott hráefni.  Ég geri það oft að sjóða stóran skammt og nota svo yfir vikuna.

Hér koma nokkur dæmi hvað er hægt að gera við kínóa í sömu vikunni:

Mánudagur: meðlæti með mexíkópottrétt með svörtum baunum.

Tók enga mynd af því 😉

Hádegismatur hjá frúnni á þriðjudag: kínóa, svartar baunir, mangó, rauðlaukur og kóríander.

IMG_4106 - Copy - Copy

Kvöldmatur á miðvikudag: Kínóa grautur með kanil og rúsínum („grjónagrautur“)  Tók 5 mín að gera matinn þann daginn.

IMG_2050

Kvöldmatur á fimmtudegi: Kjúklingur ásamt kínóa með lauk og grænni papriku, kryddað með kóríander, cumin, salt og pipar.

IMG_4117 - Copy - Copy

Hádegismatur á laugardegi: Kínóa salat ásamt sinnepsósu

IMG_4151

Það er frábært að eiga það tilbúið inn í ísskáp því möguleikarnir eru endalausir 🙂

Áfram kínóa 😉

Published by

2 thoughts on “Kínóa á nokkra vegu sömu vikuna !

  1. Fullkomlega sammála, alltaf hægt að redda sér með Kínóa 🙂

Leave a Reply to KristínCancel reply