Þessi kaka er alveg dáááááásamleg. Segi ekki meira 🙂 Hún virkar kannski eitthvað flókin en ég myndi segja svona max 20 mínútur í undirbúning. Fyrirmyndin af þessari köku er uppskrift frá Heilsuhúsinu en ég er búin að gera þónokkrar breytingar og birti hér mína útgáfu.
Botn:
- 1 bolli döðlur
- 1 bolli kókosmjöl
- 1/2 bolli möndlur
- 1/2 bolli pecan hnetur
Millilag:
- 2 dl hnetusmjör (án sykurs)
- 2 msk kókosolía
- 2 msk hlynsýróp
Ofan á:
- 6 msk kakó
- 6 msk hlynsýóp
- 6 msk kakósmjör
- 6 msk kókosolía
- 3 msk jarðhnetur
Aðferð:
- Leggjið dölurnar í bleyti í smástund og maukið svo með töfrasprota.
- Malið hneturnar og möndlurnar og blandið saman við döðlurnar ásamt kókosmjölinu.
- Setjið botninn í kökumót (fínt að nota bökunarpappír í botninn).
- Blandið vel saman hnetusmjöri, kókosolíu og hlynsýrópi og dreifið ofan á botninn og kælið.
- Bræðið kakósmjörið við mjög lágan hita og blandið öllu saman, bætið jarðhnetunum út í súkkulaðið og hellið yfir kökuna.
- Kælið í ca. 30 mín og njótið 🙂
Það er líka sniðugt að skera hana í litla bita og hafa sem nammi.
Það eru örugglega margir sem fara að spá hvað sé mikið af hitaeiningum í svona köku en það flotta er að maður er pakksaddur eftir eina sneið svo magnið verður aldrei mikið!
Verði ykkur að góðu og eigið góðan sunnudag 🙂
Þetta er rosalega góð kaka en hvernig er með geymslu á henni er að fara að baka hana í dag fyrir sunnudaginn, hvort er betra að geyma hana í ískáp eða frysti?
Ó já þessi kaka er alveg geggjuð 🙂 Hún geymist mjög vel amk. 3 daga í ísskáp og verður eiginlega bara betri og betri við geymslu. En ef þú átt ennþá bita eftir 3 daga er fínt að setja afganginn í frysti 🙂
Kær kveðja,
Oddrún
Does anyone know where to find this in English please.
[…] Snickerskakan (önnur mest skoðaðasta uppskriftin á þessu ári) […]
[…] Hér er uppskrift af snickerskökunni dásamlegu […]