Hýðishrísgrjónagrautur

Hér kemur hollari útgafa af gamla góða grjónagrautnum. Hýðishrísgrjónagrautur með heimatilbúnni möndlumjólk og hnetukurli út á.  Góð, flókin kolvetni sem gefa okkur góða orku í langan tíma.

IMG_3578

Það er annaðhvort að sjóða hýðishrísgrjónin í 45 mín eða kippa út afgang af hýðishrísgrjónum sem til eru inni í ísskáp og hita upp.  Bæta við smá hreinni vanillu, rúsínum eða döðlum og mjólk.  Hrísmjólk eða möndlumjólk fyrir þá sem nota ekki venjulega mjólk.  Persónulega finnst mér alveg eðal að fá mér heimatilbúna möndlumjólk út á.

IMG_3574

Það er mjög gott að brytja slatta af allskonar hnetum, fræjum og kókos í skál og strá svo yfir grautinn.

IMG_3576

Kanill setur svo punktinn yfir i-ið.  Fyrir utan hvað kanill er góður þá eru margar ástæður fyrir því að spara hann ekki t.d. hefur hann krabbameinsvarnandi áhrif, góður fyrir blóðsykurinn, fyrir heilann, lækkar kólesteról og er bólgueyðandi.  Það er samt kanillinn sem er hollur en ekki sykurinn sem er blandað saman við. En góð hugmynd er að nota t.d. kókospálmasykur saman við kanilinn þar sem hann hefur minnst áhrif á blóðsykurinn.

Hver sagði svo að það væri eitthvað óhollt að fá sér grjónagraut 😉

Published by

8 thoughts on “Hýðishrísgrjónagrautur

  1. Þakka þér fyrir að leyfa mér að fylgjast með síðunni þinni, hún er frábæar og búin að gefa mér mikið 🙂 takk takk

    1. En hvað það er gaman að fá svona skilaboð 🙂 Það er mikil hvatning til að halda áfram að setja inn fleiri uppskriftir.
      Takk fyrir að fylgjast með 🙂

  2. þú ert alger gullmoli!! takk svooo mikið fyrir að deila uppskriftunum þínum! ert alveg að bjarga mér 😀

Leave a Reply