Matreiðslunámskeið

Matreiðslunamskeið, næringarnámskeið, hugmyndanámskeið…veit ekki alveg hvað ætti að kalla það.  En fyrstu námskeiðin eru búin hér á þessum bæ og tókust mjög vel.  Er búin að vera að æfa mig á vinum, vandamönnum, kunningjum og vinum þeirra.  Hlakka til að auglýsa fyrsta námskeiðið hér á vefnum en dagsetningin er ekki alveg klár ennþá.

Ég hef verið með námskeiðin heima og allir sammála því að það gerir mjög þægilega og góða stemmingu.  Og eins og ein sagði sem kom þá er eins og íbúðin hafi verið hönnuð með það í huga að halda þar matreiðslunámskeið 😉

Hérna koma nokkrar myndir frá síðasta námskeiði.

IMG_4435

IMG_4438

IMG_4443

IMG_4444

IMG_4534

IMG_4535

IMG_4525

Ég ætla að deila með ykkur 3 af fjölmörgum umsögnum sem ég fékk eftir námskeiðið:

„ég var mjög ánægð með námskeiðið…Ég hef alltaf blásið á allt tal um hina ýmsu kúra, megrun, átak og hvað þetta er nú allt kallað, en þetta er svo allt annað sem þú stendur fyrir þ.e.a.s. heilbrigði og vellíðan, ég er alveg heilluð af þessu fór í Bónus á leiðinni heim úr vinnu og verslaði töluvert búin að gera fyrsta skammtinn af súkkulaði, hlakka svo til að smakka. Takk enn og aftur“

„Ofsalega ánægð með námskeiðið! Hér var skellt i hafragraut med allskonar gúmmelaði í morgun, smoothie i kaffinu sem sló heldur betur í gegn hjá litla fólkinu, svo var quinoad sem við fengum i gær með mexíkóska salatinu i kvöldmatinn! Það voru allir sammála um það að það mætti alltaf vera svona matur i boði!!! Svo þúsund þakkir fyrir frábæra hvatningu og góðar uppskriftir“

„Er mjög ánægð með kvöldið, fannst það fræðandi og skemmtilegt…oooog góður matur
Var að vinna í allan dag svo ég komst ekki í búð en gerði salatdressinguna út á salatið með matnum og það var miklu betra en vanalega, því ég geri aldrei dressingu! En nú verður hún notuð óspart. Ætla svo sannarlega að gera smoothie á morgun, þeir voru vægast sagt æðislegir. Og svo verður farið í búðarleiðangur og keypt ofurnammi, kínóa og svartar baunir“

Hlakka til að auglýsa fyrsta námskeiðið og hvetja fleiri til að næra sig vel 🙂

Published by

6 thoughts on “Matreiðslunámskeið

Leave a Reply to Nærðu þig vel – matreiðslunámskeið – 28.ágúst | HeilsumammanCancel reply