Þessi sósa vekur alltaf mikla lukku. Það má nota hana á samlokur eða þynna út með ólífuolíu og nota með grænmetisréttum. 7ára skvísan mín sem er með mjólkuróþol elskar þessa sósu og kemur oft í staðinn fyrir smjör. T.d. góð með harðsoðnum eggjum og kjúklingaskinku. Eða bara eggjum og káli. Passar líka vel með gúrkusneiðum eða kjúklingi. Og svo mætti lengi telja. Og svo passar hún ægilega vel með kalda kjúklinga-pasta salatinu sem er svo vinsælt á sumrin.
Hráefni:
- 5 msk Sollu-majones
- 1 msk Sollu-gróft sinnep (má örugglega nota dijon sinnep eða önnur gróf sinnep)
- 1 msk Akasíu hunang eða eitthvert annað gott hunang
- 1 msk sítrónusafi
- 1 – 2 msk ólífuolía
- 1 msk túrmerik
- örlítið herbamare eða annað gott salt
Aðferð:
- Blandið öllu saman í skál og hrærið vel eða í litla krukku með loki og hristið vel.
Mjög einfalt, það er hægt að gera stóran skammt og eiga inni í ísskáp. Hef mest geymt svona sósu í viku í ísskáp (hún klárast alltaf svo fljótt) og það var í góðu lagi með hana.
Published by