Hnetulausa hrákakan

Flestar hrákökur innihalda hnetur en hér er hún komin, hnetulausa hrákakan.  Hún er bráðholl og hrikalega góð.  Mágkona mín sem býr í Noregi er með hnetuofnæmi en þegar hún kom í heimsókn í vor langaði mig að gera hráköku en allar uppskriftir sem ég átti voru með hnetum svo þá voru góð ráð dýr.  Niðurstaðan kom öllum á óvart og ég er búin að gera þessa köku reglulega síðan.

hnetulausa hrákakan

Hráefni:

  • 1 bolli Döðlur
  • 1//2 bolli Hampfræ
  • 1/2 bolli Graskersfræ
  • 1/2 bolli Kakó
  • 1 bolli kókosmjöl
  • 1 msk Kókosolía (má sleppa)
  • 1 msk hlynsýróp (má sleppa)

Krem:

  • 5 msk hlynsýróp
  • 5 msk kókosolía (við stofuhita)
  • 5 msk kakó
  • örlítið salt og vanilla

Aðferð án matvinnsluvélar:

  1. Leggjið döðlurnar í bleyti í smástund og maukið svo með töfrasprota.
  2. Malið graskersfræin.
  3. Blandið öllu saman.
  4. Setjið í mót og inn í ísskáp.

Aðferð með matvinnsluvél:

  1. Leggjið döðlurnar í bleyti í smá stund.
  2. Malið graskersfræin í matvinnsluvélinni.
  3. Bætið öllum þurrefnunum útí og blandið vel saman.
  4. Setjið eina og eina döðlu út í í einu.
  5. Setjið að lokum olíuna og sýrópið út í.
  6. Setjið í mót og inn í ísskáp.

Kremið:

  1. Blandið öllu saman og smyrjið ofan á kökuna.
  2. Skreytið með berjum, kókos eða öðrum ávöxtum og njótið í botn 🙂

Góða helgi  🙂

Published by

2 thoughts on “Hnetulausa hrákakan

  1. Frábært að finna þessa… ég hélt að dagar hrákökunar væru alveg á enda hjá mér vegna nýtilkomins hnetuofnæmis 🙂

    1. Engin ástæða til þess, bara að nota fræ í staðinn 🙂 Ég skal reyna að finna fleiri hnetulausar uppskriftir, elska að prufa nýjar hrákökur 🙂
      Takk fyrir að fylgjast með 🙂
      Kveðja,
      Oddrún

Leave a Reply to heilsumammanCancel reply