Kjúklingavefja með mangósósu

Þægilegur, fljótlegur og sumarlegur kvöldmatur … tja eða bara hádegismatur 🙂

Þetta er ekki flókin uppskrift en við erum oft með eitthvað svona í matinn, sérstaklega um helgar.

Hráefni:

  • Tortillur:  keyptar eða bakaðar, ef ég næ ekki að baka sjálf kaupi ég yfirleitt spelt eða maístortillur frá Drangabakstri
  • Kjúklingur: steiktar bringur eða rifin niður heill kjúklingur
  • Grænmeti að eigin vali
  • Mangósósa

IMG_5878

kjúklingavefja

Hér koma svo 2 uppskriftir af mismunandi mangósósum:

Mangósósa I :

  • 2,5 dl grísk jógúrt (eða majones ef það er mjólkuróþol)
  • 2-4  msk mangó chutney
  • ca 0,5 – 1 tsk smátt brytjað engifer (fer eftir smekk hversu mikið þið setjið)

# Ef þið eruð með þykkri gerðina af grískri jógúrt þá mæli ég með því að setja 2-3 msk af ólífuolíu (grænni) 

Mangó-karrýsósa: 

  • 2,5 dl grísk jógúrt (eða majones)
  • 1 dl smátt saxað vel þroskað mangó
  • 3 tsk karrý eða góð karrýblanda (madras eða önnur góð)
  • 1 msk hlynsýróp

Published by

One thought on “Kjúklingavefja með mangósósu

Leave a Reply