Byggabitar

Ég fann svo girnilega uppskrift um daginn á einu af mínu uppáhalds matarbloggi og var lengi búin að ætla að athuga hvort ég fyndi einhverstaðar rís-morgunkorn sem væri ekki með sykri.  Ég er ekki ennþá búin að finna það (er samt örugglega til í einhverri heilsubúðinni) en ákvað að gera tilraun með íslenska morgunkornið sem er búið til úr byggi.

IMG_6012

Hráefni:

 • 21/2 bolli Byggi (notaði kanil-bygga)
 • 1/2 bolli haframjöl
 • 1/4 bolli möluð hörfræ eða graskersfræ
 • 1 msk kakó
 • 1/2 bolli hunang
 • 1/2 bolli hnetusmjör / möndlusmjör
 • 1/2 tsk vanilluduft

Aðferð:

 1. Blandið saman hunangi og hnetusmjöri/möndlusmjöri í potti og hitið við mjög lítinn hita.
 2. Bætið vanillu og kakói saman við blönduna.
 3. Blandið saman Bygga (ég “kramdi” hann aðeins með höndunum) haframjöli og möluðum fræjum saman.
 4. Blandið öllu vel saman, setjið í mót og kælið.

IMG_6015

IMG_6022

IMG_6024

IMG_6037

Spariútgáfan: Bræðið ca. 40 gr af dökku súkkulaði og hellið yfir 🙂

Published by

8 thoughts on “Byggabitar

  1. Æji en leiðinlegt að heyra, þessi hlutföll hafa gengið vel upp hjá mér, spurning hvort möndlu/hnetu smjörið hafi ekki bráðnað nógu mikið ?

 1. mér tókst að klúðra þessu. þetta bráðnaði ekki nægilega mikið hjá mér, sem sagt möndlusmjörið og hunangið ég hef ef til vill ekki verið nógu þolinmóð

  1. Æji, en leiðinlegt, þetta virðist vera að koma fyrir fleiri. Kannski eru möndlu/hnetusmjörin eitthvað mismunandi eftir tegundum. Ég hef látið þetta tvennt bráðna mjög vel saman og líka góð hugmynd að setja ekki allt morgunkornið út strax, heldur setja rúmlega helming saman við og svo bæta við smátt og smátt restinni.
   Takk fyrir að fylgjast með og vonandi gengur betur næst 🙂
   Kær kveðja,
   Oddrún

 2. Fann blásin hýðishrísgrjón í heilsubúinni í Smáralindinni, man ekki hvað hún heitir. Bara hrísgrjón ekkert annað. Svolítið seig, ekki ólíkt Pops-inu ef einhver man eftir því.

Leave a Reply to Júlía GarðarsdóttirCancel reply