Fiski “naggar”

Alveg brilliant hugmynd.  Fljótlegt og gott.  Ég er alltaf að reyna að finna fljótlegar, góðar og einfaldar fiski uppskriftir sem henta hversdags.  Þessi kom frá The Earth diet.

IMG_5952

Hráefni:

 • 1 kg þorskur (eða annar fiskur)
 • 2,5 dl möndlumjöl
 • 2 egg
 • krydd að eigin vali, ég hef prufað að krydda með a) 1 tsk  túrmerik og 1 tsk salti b)  1 msk af grænmetiskrafti c)  m msk af Ítölsku panini kryddi frá pottagöldrum.

Aðferð:

 1. Setjið egg í skál og möndlumjölið (ásamt kryddinu) í aðra.
 2. Skerið fiskinn í bita, veltið upp úr eggjunum og svo mjölinu.
 3. Raðið á bökunarplötu og bakið vIð 200°C  í 10-15 mín (fer eftir ofnum og hversu þykkir bitarnir eru, fylgist vel með því það er ekki gott að hafa fiskinn ofeldaðan, þurran og óspennandi.)

fiskinaggar

IMG_5951

Ég hafði með þessu gamaldags hrásalat:

IMG_5957

Hráefni:

 • 1/2 haus af hvítkáli
 • 3-4 gulrætur
 • 1/2 rauð paprika
 • 1/2 púrra

Sósan yfir salatið:

 • safi úr 1 appelsínu
 • 3 msk majónes (ég notaði frá Sollu)
 • 1 msk hlynsýróp
 • Smá salt

Published by

Leave a Reply