Alveg brilliant hugmynd. Fljótlegt og gott. Ég er alltaf að reyna að finna fljótlegar, góðar og einfaldar fiski uppskriftir sem henta hversdags. Þessi kom frá The Earth diet.
Hráefni:
- 1 kg þorskur (eða annar fiskur)
- 2,5 dl möndlumjöl
- 2 egg
- krydd að eigin vali, ég hef prufað að krydda með a) 1 tsk túrmerik og 1 tsk salti b) 1 msk af grænmetiskrafti c) m msk af Ítölsku panini kryddi frá pottagöldrum.
Aðferð:
- Setjið egg í skál og möndlumjölið (ásamt kryddinu) í aðra.
- Skerið fiskinn í bita, veltið upp úr eggjunum og svo mjölinu.
- Raðið á bökunarplötu og bakið vIð 200°C í 10-15 mín (fer eftir ofnum og hversu þykkir bitarnir eru, fylgist vel með því það er ekki gott að hafa fiskinn ofeldaðan, þurran og óspennandi.)
Ég hafði með þessu gamaldags hrásalat:
Hráefni:
- 1/2 haus af hvítkáli
- 3-4 gulrætur
- 1/2 rauð paprika
- 1/2 púrra
Sósan yfir salatið:
- safi úr 1 appelsínu
- 3 msk majónes (ég notaði frá Sollu)
- 1 msk hlynsýróp
- Smá salt
Published by