Kornflexkökur

Þetta er alveg klassískt laugardagsnammi, ótrúlega einfalt og krakkarnir geta næstum því gert það alveg sjálf og það er helmingurinn af ánægjunni.  Hér kemur uppáhaldsútgáfa minna barna.

kornflexkökur

Hráefni:

  • 100 gr 70 % súkkulaði
  • 100 gr appelsínu súkkulaði
  • 3 msk kókosolía
  • 3 msk hlynsýróp
  • ca. 9 dl Sollu-kornflex (spurning um að setja ekki allt út í strax heldur bæta því smátt og smátt út í)

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið við vægan hita og bætið kókosolíunni og hlynsýrópinu út í.
  2. Blandið kornflexinu saman við.
  3. Setjið í muffins form og kælið.

Published by

Leave a Reply