Stafasúpa

Hér kemur uppskrift af einfaldri og barnvænni súpu.  Stelpurnar mínar elska þessa súpu og því má ég til með að deila henni með ykkur 🙂  Það lítur kannski út fyrir að vera langur innihaldslisti en hún er í raun mjög einföld og fljótleg svo ekki láta það fæla ykkur frá.  Það hefur gengið eitthvað brösulega að ná almennilegri mynd en það getur vel verið að það takist á endanum, við bíðum allavegna ekki með uppskriftina 😉

Hráefni:

  • 1 tsk kókosolía
  • 1 laukur
  • 3 gulrætur
  • 1 stilkur af sellerí
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 rauð paprika
  • 1,5 litrar vatn
  • 2 msk tómatmauk
  • 1 msk kjúklingakraftur
  • 1 msk grænmetiskraftur
  • 1 msk paprikukrydd
  • 1 msk oregano krydd
  • salt og pipar eftir smekk
  • 1 dl spelt-stafir (má auðvitað nota bara brotið spaghetti eða eitthvað annað pasta)

 stafasúpa

Aðferð:

  1. Hitið olíuna í pottinum og steikið laukin við vægan hita, bætið sellerí, gulrótum og hvítlauk út í.
  2. Bætið við vatni,  grænmetiskrafti, kjúklingakrafti, kryddi og tómatmauki.
  3. Leyfið súpunni að malla í ca. 15 mín, þá bætið þið stöfunum út í og sjóðið í ca. 4 mín.

Spelt stafina fékk ég í Fjarðarkaup

spelt stafir

Þessa súpu hefur skólastelpan stundum farið með í skólann í hádegisnesti og er alltaf jafn hamingjusöm þannig að það er góð hugmynd að elda mikið í einu og eiga í litlum skömmtum í frysti  🙂

Published by

3 thoughts on “Stafasúpa

  1. Þetta verð ég að prófa :), Dagur Trausti er svo mikið að spá í stafina og elskar gulrætur 😀

Leave a Reply to RósaCancel reply