Hafrakökur með valhnetum og dökku súkkulaði

Ef smákökurnar í hverfisbúðinni freista þá skaltu bara smella í þessar þegar þú kemur heim í staðinn ! Þessar kökur eru alveg hrikalega góðar og eiginlega bara ekkert meira um það að segja 🙂

hafrakökur

Hráefni:

 • 1,5 dl kókosolía/ smjör
 • 2 egg
 • 0,5 dl  hrásykur
 • 15 dropar stevía frá Via Health orginal eða vanillu
 • 1 tsk vanilludropar eða 1/2 tsk hreint vanilluduft (t.d. frá Rapunzel)
 • 2,5 dl möndlumjöl
 • 2 tsk lyftiduft (ég nota vínsteinslyftiduft frá Sollu)
 • 6 dl haframjöl
 • 2 dl kókosmjöl
 • 2,5 dl valhnetur
 • 150 gr 70 % súkkulaði

Aðferð:

 1. Hrærið saman í skál: egg, sykri, olíu, vanillu og stevíu
 2. Blandið saman í annari skál: möndlumjöli, haframjöli, kókosmjóli og lyftidufti
 3. Blandið saman blautu og þurru efnunum
 4. Að lokum blandið þið súkkulaðinu og hnetunum saman við
 5. Mótið litlar kökur með skeið (eða höndunum) og bakið í ca 12-14 mín við 180°c  (athugið að ofnar eru mismunandi og stærð á kökunum getur verið mismunandi, fylgist því vel með)
 6. Passið að ofbaka þær ekki, þær mega vera smá mjúkar þegar þið takið þær út úr ofninum.  Það er best að geyma þessar í ísskáp eða í frysti.

hafrakökur

Uppskriftin gefur ca. 40-45 litlar kökur

Ef þið notið glúteinlaust haframjöl eru þessar dýrindiskökur glúteinlausar 🙂 

Athugið að uppskriftin er ekki mjög sæt, ef þið eða börnin eru vön mjög sætum kökum mætti setja aðeins meiri hrásykur eða stevíudropa  en þær eru samt miklu miklu miklu hollari en keyptu kökurnar 😉

Ein athugasemd við “Hafrakökur með valhnetum og dökku súkkulaði

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s