Sykurlaus eplakaka

Ég fékk alveg óstjórnlega löngun í eplaköku í vikunni, bara einn daginn gat ég ekki hugsað um neitt annað.  Kannski voru þetta viðbrögð við sykurlausu dögunum sem eru búnir að vera undanfarið.  En mig langaði ekkert í nammi eða sætindi, bara eplaköku.  Ef ég lokaði augunum sá ég hana fyrir mér fulla af eplum, hnetum, helst kókos og einhverju fleira gúmmilaði.  Eftir 3 daga lét ég það eftir mér, enda lítið mál að búa til holla og góða eplaköku með litlum eða engum sykri.

Eftir nokkra leit endaði ég á uppskrift á pjatt.is sem lofaði góðu, ég breytti henni örlítið, notaði stevíu í stað hunangs, notaði aðeins meira af eplum og bætti við nokkrum döðlum.

eplakaka

Hér kemur uppskriftin eins og ég gerði hana:

Hráefni:

  • 4 epli
  • 1 dl brædd kókosolía (má auðvitað alveg nota smjör)
  • 30 dropar stevía, notaði Via Health með kókos
  • 4 egg
  • 2,5 dl möndlumjöl
  • 3 msk kókoshveiti
  • 1 tsk kanill
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 1 dl pecan hnetur
  • 7-8 döðlur, smátt brytjaðar

Aðferð:

  1. Hrærði öllu blautu efnunum saman.
  2. Bætið við mjöli, lyftidufti og salti og  hrærið þangað til kekkjalaust.
  3. Hellið deginu í mót og eplunum yfir og blandið lauslega saman.
  4. Bakið í 40 mín við 180 °c
  5. Þegar 5-10 mín eru eftir af tímanum setti ég pekanhneturnar og döðlurnar yfir kökuna.

Sælkeraútgáfa:

  • 5 msk smjör / kókosolía
  • 5 msk hlynsýróp
  • 5 msk rjómi / kókosmjólk
  1. Setjið allt saman í pott og látið malla í smástund þangað til sósan er þykk og svolítið seig.
  2. Hellið karamellusósunni yfir kökuna þegar hún kemur út úr ofninum.

Krakkarnir voru svo hrifin af þessari köku og kláruðu hana upp til agna, meira að segja sú elsta sem segist „hata'“ eplakökur borðaði með bestu lyst 🙂

Með kökunni gerði ég kanil-kókos-rjóma:

Kanil-kókos-rjómi

  • 1 stór dós kókosmjólk
  • 1 tsk kanill
  • 1/2 tsk vanilluduft
  • 7-10 dropar stevía

Aðferð:

  1. Setjið kókosmjólkina inn í frysti í ca. 30 mín
  2. Opnið hana, tekið þykka hlutann og þeytið en vatnið sem verður eftir setjið þið í krukku, inn í ísskáp og notið í næstsa heilsudrykk.
  3. Bætið sætunni og kanilnum út í og bragðbætið enn frekar eftir smekk.
  4. Geymið í kæli þangað til þið berið fram.

Verði ykkur að góðu og góða helgi

Published by

5 thoughts on “Sykurlaus eplakaka

Leave a Reply to heilsumammanCancel reply