Morgungrautur í krukku

Hefurðu ekki tíma á morgnana til að gera næringarríkan og staðgóðan morgunverð ?  Þú hefur örugglega heyrt það að morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins.  Veistu hvað ?  Það er alveg hárrétt 🙂

En ekki örvænta, hér kemur alveg snilldar uppskrift, þú getur gert hana í kvöld og morgunverðurinn er tilbúin þegar þú vaknar.  Undanfarna viku hef ég verið að grafa upp, rifja upp og finna sniðugar uppskriftir fyrir námskeið sem ég og Steinunn Aðalsteins verðum með í Grindavík í byrjun febrúar.  Við ætlum að leggja áherslu á góðan morgunverð og í þessu samhengi hef ég prufað nýjan morgunverð á hverjum degi og ég ætla að deila með ykkur sigurvegaranum….að mínu mati 🙂

Ekki örvænta þó að það séu 9 hráefni í þessari uppskrift – þið eruð enga stund að þessu 🙂

krukkugrautur

Þetta er ekki fallegasti matur í heimi þegar búið er að hræra öllu vel saman í krukkunni en ef þið eruð heima er nú skemmtilegra að hafa þetta svolítið huggulegt 😉

IMG_7338

Hráefni:

 • 2 dl soðið kínóa
 • 2 msk chia fræ
 • 2 dl möndlumjólk
 • 2 msk hnetusmjör
 • 2 msk hampfræ
 • 1/2 epli brytjað
 • 4-5 dropar stevía
 • Lúka af mórberjum
 • Lúka af pekanhnetum

Aðferð:

 1. Allt sett í krukku.
 2. Hrærið vel saman.
 3. Setjið krukkuna inn í ísskáp.
 4. Morgunverðurinn er tilbúin 🙂

Athugið:

 • Þið getið notað kókosmjólk í staðinn fyrir möndlumjólkina
 • Þið getið sett 3-4 msk grófar hafraflögur í staðinn fyrir kínóa
 • þið getið sett annan ávöxt í staðinn fyrir eplið (ekki þó banana nema bæta honum við daginn eftir)
 • Þið getið sett aðrar hnetur í staðinn fyrir pekanhnetur
 • Þið getið sleppt mórberjunum
 • Þið getið sleppt hnetusmjörinu
 • Þið getið sett möndlusmjör í staðinn fyrir hnetusmjör

Möguleikarnir eru endalausir, grauturinn verður auðvitað allt allt öðruvísi en samt sem  áður örugglega góður 🙂

Published by

2 thoughts on “Morgungrautur í krukku

Leave a Reply to Vinsælustu uppskriftir ársins 2014 | HeilsumammanCancel reply