Karamellupopp

Hér kemur skothelld uppskrift fyrir næsta bíókvöld.  Hrikalega gott og miklu hollara en bland í poka 🙂

Hér á bæ hefur oft verið gert súkkulaðipopp sem er svona spari popp útgáfa en um daginn gerðum við karamellupopp í fyrsta skipti.  Það má líka gera eina skál af hvoru ef þið getið ekki ákveðið ykkur 😉

 Karamellupopp

Hráefni:

  • Popp – okkur finnst best að poppa það í kókosolíu og salta með himalayjasalti
  • 5 msk smjör/kókosolía
  • 5 msk hlynsýróp
  • 5 msk rjómi/kókosmjólk (þykki hlutinn)

Aðferð:

  1. Poppið poppið.
  2. Setjið allt hráefnið fyrir karamelluna í pott, leyfið því að malla þangað til karamellan er orðin svolítið seig.  Þið sjáið það að á því að það kemur greinilegt far eftir sleifina í botninum á pottinum.
  3. Hellið karamellunni yfir poppið, mér finnst ágætt að setja það í ofnskúffu meðan það er að kólna og svo má smella því í stóra skál þegar karamellan hefur harðnað alveg.

Karamellupopp

Verði ykkur að góðu og góða helgi 🙂

Published by

Leave a Reply