65 næringarríkar uppskriftir sem næra, hressa og bæta

Eftir að hafa selt hér á vefnum “nammi” uppskriftir í nóvember og desember og fengið alveg svakalega góðar viðtökur ákvað ég að endurtaka leikinn eftir áramót.  Útkoman er heftið “65 næringarríkar uppskriftir sem næra, hressa og bæta”.

IMG_7183

Heftinu er skipt í 5 flokka sem eru: morgunmatur, hádegismatur, millimál, kvöldmatur og helgargotterí.  Það er svipað mikið magn af uppskriftum í hverjum flokki eða ca. 10-14.   Það eru ekki myndir af öllum réttunum, en í hverjum kafla eru 9 myndir eða 45 myndir í heftinu öllu.

Það sem ég hafði til hliðsjónar við valið á uppskriftum var það að þær væru einfaldar, innihéldu hráefni sem er til á flestum heimilum eða amk. til í næsta stórmarkaði.  Þetta eru allt mjög hreinar uppskriftir og henta bæði þeim sem vilja “taka til” í mataræðinu en eins þeim sem eru bara alltaf á höttunum eftir þægilegum og góðum, nærringarríkum uppskriftum.  Nær allar uppskriftirnar eru mjólkurlausar, glúteinlausar og sykurlausar.  (Það eru einhverjar örlitlar undantekningar, t.d. uppskrift af góðri spelt-tortillu og minnst á fetaost eða örlítin parmesan ost einhverstaðar 😉 )

Heftið er 35 blaðsíður, inniheldur 65 uppskriftir ásamt fróðleik hér og þar og kostar 2800 kr sent heim að dyrum.

IMG_7186

Eftir fyrstu auglýsinguna á facebook kláraðist svo til fyrsti skammtur en það er meira væntanlegt 🙂

IMG_7182

Sjálfri finnst mér mjög gott að hafa uppskriftirnar við hendina.  Stundum er ég jafn fljót að búa til uppskriftina, t.d. hrökkbrauð eða súpu eins og að fara í tölvuna til að finna uppskrift af því sem ég ætla að gera, það er ekki endilega af því að ég er svo lengi að finna uppskriftina,  það er bara svo margt sem getur tafið og truflað 😉

Það er mín von að ykkur eigi eftir að þykja þetta hjálpargagn gagnlegt í eldhúsinu 🙂

Ef ykkur langar að eignast heftið skuluð þið senda mér skilaboð á heilsumamman@gmail.com eða skilaboð á facebook, ég mun senda á ykkur millifærslu-upplýsingar og um leið og þið hafið greitt fer heftið í póst.

Kær kveðja,

Oddrún

Published by

7 thoughts on “65 næringarríkar uppskriftir sem næra, hressa og bæta

  1. Ég hef áhuga á að kaupa eitt hefti viltu vera svo væn að senda mér reiknisno. en ég ætla að borga um mánaðarmótin bara gott að vera með þetta allt tilbúið svo ég get rennt í bankann . Tvær spurningar : eru nammi uppskriftir í þessu svona nasl á milli mála ? N0.2: Ég hef aldrei komist upp á lag að baka út spelti finnst það líka svo vont á bragðið en ég nota mikið heilhveiti nota ég þá sama magn og af speltinu ? kv .Elín

  2. Hef áhuga á að kaupa af þèr hefti. Get eg millifært a þig?

Leave a Reply to heilsumammanCancel reply