Súkkulaðisæla – ofurmorgunverður fyrir sælkera

Hérna kemur minn uppáhaldsmorgunverður þessa dagana.  Chia fræ, kínóa og hamfræ, toppað með ofurfæðu.  Það sem mér líður vel eftir þessa máltíð og verð ekki svöng fyrr en löööööngu seinna.  Þetta getur verið mjög fljótlegt, það er hægt að gera kalda grautinn kvöldið áður og jafnvel fyrir 3-4 daga í einu.  Um morguninn er svo bara að setja þetta í skál eða fallegt glas.  Oft hefur krukka verið notuð því það er svo þægilegt að geta hent ollu ofan í hrist og bætt svo bara ávöxtunum við daginn eftir.  Maðurinn minn fær oft svona krukku með sér í nesti í vinnuna til að hafa sem millimál og er mjög sáttur.

IMG_7328

Hráefni:  (2 skammtar)

  • 2 dl Soðið kínóa eða 3-4 msk tröllahafrar
  • 2 msk chia fræ
  • 2 dl möndlumjólk (eða önnur mjólk)
  • 1 msk kakó (má vera minna, mér finnst gott að hafa mikið kakóbragð)
  • 1-2 msk hampfræ
  • 1/2-1 pera
  • 1 msk kakónibbur
  • 1 msk mórber (mulberry)
  • nokkrar hnetur að eigin vali

  Aðferð:

Blandið saman soðnu kínóa, chia fræjum, hampfræjum og kakói.

IMG_7321

Hellið mjólkinni yfir og leyfið chia fræjunum að drekka í sig vökvann á meðan þið brytjið niður peruna ( eða annan ávöxt sem ykkur þykir góður.  Mér þykja perur bara passa svo svakalega vel með súkkulaði)

IMG_7323

Setjið peruna ofan á og setjið yfir hana kakónibbur og mórber.

IMG_7328

Þið getið svo bætt við meiri mjólk ef ykkur finnst þurfa.

IMG_7330

Það getur verið að einhverjum þyki grauturinn of rammur og þá má alveg bæta við nokkrum dropum af stevíu saman við.  Ég myndi ekki setja meira en 4-5 dropa í uppskriftina hér að ofan því perurnar gefa líka sætt bragð og mórberin.

Ég er nýbúin að eignast 2 svona dásamlega fallega latte bolla sem eru svo sætir (sýni ykkur hinn seinna) að ég nota hvert tækifæri til að nota þá.  Ég get ekki drukkið kaffi allan daginn svo ég nota þá undir morgungrautinn og fer bara töluvert glaðari inn í daginn að borða úr svona fallegu íláti 🙂

Ath. þessi uppskrift er á bls. 4 í nýjasta uppskriftarheftinu 🙂

Published by

2 thoughts on “Súkkulaðisæla – ofurmorgunverður fyrir sælkera

Leave a Reply