Hamp chia grautur

Frábær morgunverður sem tekur enga stund að útbúa.  Þetta er uppáhaldið þessa dagana.  Það má líka setja meiri vökva, setja á flösku og taka með sér í nesti.  Ég gerði það í gær þegar ég hafi 0 mín fyrir hádegismat.   Ég fór á svakalega fræðandi og skemmtilega ráðstefnu um meltingarflóruna.  Algerir snillingar með fyrirlestra og hausin er enn að snúast í hringi og finna hugmyndir hvernig hægt er að bæta flóru fjölskyldunnar 😉

En aftur að grautnum,

Hamp chia grautur

Hráefni:

  • 2 msk chia fræ
  • 2 msk hampfræ
  • 2 dl vatn/möndlumjólk eða önnur mjólk/vökvi að eigin vali
  • 3 dropar stevía (eftir smekk)
  • kanill (líka eftir smekk)
  • Ávextir að eigin vali =  ég er á myndinni með mangó og perur
  • Gúmmilaði til að strá yfir að eigin vali =  ég er með mórber, goji ber og kakónibbur (blanda sem ég elska bæði út á grauta og í heimagert súkkulaði)

Aðferð:

  1. Setjið fræin í bleyti (nóg 10 mín en má vera yfir nótt)
  2. Bætið ávöxtum við og stráið gúmmilaði yfir

Verði ykkur að góðu 🙂

 

 

 

Published by

One thought on “Hamp chia grautur

Leave a Reply