Lime kökur

Hér er á ferðinni virkilega góð og sumarleg kaka, eða kökur, eftir því hvort þið setjið uppskriftina í eitt stórt mót eða mörg lítil.  Ykkur gæti þótt þetta flókin uppskrift því það þarf að leggja hnetur í bleyti, en ekki láta blekkjast, þetta er mjög einfalt og síðast en ekki síst gott 🙂

lime kaka

Hráefni:

 • 2 dl pekan hnetur
 • 1 dl valhnetur
 • 2 msk kakó (val, má sleppa og hafa botn ljósan, það er líka mjög gott)
 • 1 1/2 dl döðlur
 • örlítið himalayjasalt

Fylling:

 • 4 dl kasjúhnetur (ath. Leggjið í bleyti í ca. 4 klst)
 • 1 dl kókosmjólk
 • 1 lime – safinn og smátt rifin börkur (smakkið fyllinguna til og setjið meira lime ef þið viljið hafa meira lime bragð)
 • 4 msk hlynsýróp
 • 1 tsk hrein vanilla (frá Rapunzel)
 • 6 msk kókosolía (brædd)

Aðferð:

 1. Leggjið döðlur í bleyti í smástund
 2. Malið hnetur í matvinnsluvél og bætið kakói og salti saman við.
 3. Bætið döðlunum saman við, einni í einu (ekki vatninu)
 4. Þrýstið deiginu í botn á einu stóru móti eða í lítil eftirréttarform.
 5. Hellið vatni af kasjúhnetunum og setjið í blandara.
 6. Bætið kókosmjólkinni, lime safanum, hlynsýrópinu og kókosolíunni saman við.
 7. Þið gætuð þurft að stoppa blandarann nokkrum sinnum og skafa niður hliðarnar.
 8. Blandið alveg þangað til fyllingin er orðin silkimjúk.
 9. Hellið fyllingunni ofan á botninn og setjið í frysti. Takið kökuna/kökurnar út u.þ.b. 20 mín áður en þið ætlið að bera fram. Kakan frýs á u.þ.b. 3-4 tímum en litlu kökurnar á klukkutíma.

Þessar kökur voru á leiðinni á nammi námskeið í vikunni, hrikalega sæt sílíkonmót sem ég fann í Kitchen Libary í Smáralind og ég á eftir að nota mikið í sumar.

IMG_7928

Þessi uppskrift kemur úr uppskriftarheftinu góða sem hægt er að kaupa á síðunni 🙂 

Ein athugasemd við “Lime kökur

 1. Bakvísun: Geggjuð Tíramísú „ís“ kaka | Heilsumamman

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s