Sætkartöflusúpa

Mild og góð haustsúpa/ sumarsúpa/ vetrarsúpa eða vorsúpa,  mér finnst hún bara alltaf passa vel.  Hún er skyld Yngingarsúpunni þessi en örlítið breytt.   Hún er mildari og “hreinni” þar sem ég sleppi karrý maukinu (curry paste), tómatmaukinu og mangó maukinu (mango chutney).  En þrátt fyrir það er hún þræl góð og börnunum mínum finnst þessi útgáfa miklu betri, sennilega því hún er mildari.

Ég var beðin um að koma með uppskrift í sætindaáksorun Lifðu til fulls sem yfir 4000 manns eru að taka þátt í.  Þetta er spennandi og vonandi að öllum gangi sem allra best í sykurleysinu.  Uppskriftin sem ég gaf er af súpu sem er bæði einföld, fljótleg og ódýr.  Ástæðan fyrir því að þessi súpa er sniðug þegar við ætlum að sleppa sykrinum er sú að sætar kartöflur eru náttúrulega sætar og uppfylla því ákveðna sykurþörf.

IMG_3445

 

Hráefni: (fyrir 4)

 • 1 msk kókosolía
 • 1 sæt kartafla
 • 4 gulrætur
 • 1 laukur
 • 4 hvítlauksrif
 • 3 þroskaðir tómatar ( má sleppa)
 • 2 msk kjúklingakraftur (eða grænmetiskraftur)
 • 1 tsk túrmerik
 • 1 tsk reykt paprika eða venjuleg paprika
 • 1 tsk cumin
 • 1 litri vatn
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Hitið kókosolíu í potti, bætið lauknum við og leyfið honum að malla í rólegheitunum við lágan hita.
 2. Bætið kryddunum á pönnuna ásamt hvítlauknum.
 3. Bætið vatninu út á ásamt kraftinum.
 4. Bætið sætu kartöflunni og gulrótunum saman við.
 5. Leyfið súpunni að malla í ca. 20 mín þangað til grænmetið er orðið mjúkt.
 6. Maukið súpuna með töfrasprota.

Þessi uppskrift er í uppskriftaheftinu nýjasta 🙂

Verði ykkur að góðu 🙂

Published by

Leave a Reply