Sparilegur chia grautur tilvalin fyrir helgarnar og sumarfríið. Stútfullur af næringu og vítamínum. Litli minn 3ja ára ELSKAR þennan morgunverð 🙂
Fyrir 1
Hráefni:
- 2 dl vatn og/eða möndlumjókl (eða önnur mjólk að eigin vali)
- 1/4 avakadó eða 1/2 ef það er mjög lítið
- 2 msk chia fræ
- 1 tsk kakó
- örlítil hrein vanilla (þarf ekki en er mjög gott)
- 1 mjúk stór daðla (eða 2-3 dropar stevía)
Aðferð:
- Setjið allt nema chia fræin í blandara og blandið vel saman.
- Hellið blöndunni í skál og blandið chia fræjunum vel saman við.
- Bíðið í uþb 10 mín og njótið.
- Berið fram með peru eða banana og einhverju góðgæti t.d. mórberjum, kókosflögum, valhnetum, kakónibbum eða öðru súperfæði.
Góða helgi 🙂
[…] daginn setti ég inn uppskrift af chia súkkulaði búðingi, það þýddi að það þurfti að nota blandarann og bæta við avakadó (sem er auðvitað […]
[…] Súkkulaði chia búðingur skreyttur með perum og […]