Nærðu þig vel – Selfossi 10. september

Í vor var ég með námskeið í sveitasælunni á milli Selfoss og Hveragerðis, staðurinn er svo notalegur og umhverfið skemmtilegt að ég ætla að endurtaka leikinn núna í haust og hafa annað námskeið.

Þetta námskeið hefur verið vinsælt og hjálplegt fyrir þá sem vilja nýjar hugmyndir að næringarríkara mataræði og hentar einnig þeim sem vilja mjólkurlaust, glúteinlaust og sykurlaust fæði.

Við búum til:
– Grænan sjeik, möndlumjólk, chia graut, morgungraut,  2 kínóarétti, girnilegt salat, heimagert ofurhollt súkkulaði og súkkulaðiköku sem ekki þarf að baka.  Við borðum síðan saman og spjöllum um allt  það sem ykkur langar að spyrja um.

selfoss

Námskeiðið er í formi fyrirlesturs og sýnikennslu og þið fáið fullt fullt að smakka.  Einnig fylgir með veglegt uppskriftarhefti: 65 næringarríkar uppskriftir

Ég byggi námsefnið á hugmyndarfræði IIN (Institute for Integrative nutrition)

Staðsetning:  Hjarðarból, gistiheimili, miðja vegu á milli Selfoss og Hveragerðis.

Dagsetning: 10. september,   miðvikudagur  kl. 18.00-21.00

Verð: 7500 kr (Athugið að mörg stéttafélög greiða allt að helming af námskeiðisgjaldinu)

Til að skrá þig sendu mér þá nafnið þitt og netfang á heilsumamman@gmail.com  eða skilaboð í gegnum facebook síðuna

Hlakka til að sjá ykkur og eiga skemmtilega stund saman :)

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s