Súkkulaði hnetusmjörs æði

Oft eru einföldustu hugmyndirnar þær bestu 🙂

Þetta nammi var búið til eitt kvöldið þegar mig langaði í eitthvað alveg ROSALEGA gott.  Sumir dagar eru einfaldlega þannig að maður bara VERÐUR og þá er nú betra að búa sér til eitthvað svona snilldar gotterí með góðri fitu, andoxunarefnum og vítamínum frekar en að detta í bragðarefinn eða bland í poka og ískalt kók eins og raunin var oft hér áður fyrr.

Hnetusúkkulaði

 

Hráefni:

 • 5 msk brædd Kókosolía
 • 5 msk brætt Kakósmjör (má sleppa og nota kókosolíu í staðinn)
 • 5 msk Kakó
 • 1,5 – 2 msk Hlynsýróp
 • 5-6 dropar Stevía
 •  Vanilluduft á hnífsoddi
 • Salt á hnífsoddi
 • væn lúka af möndlum, pekanhnetum eða brasilíuhnetum (allt eftir smekk og birgðastöðu)
 • nokkrar litlar teskeiðar af hnetusmjör (ath. notið án sykurs)

 

Aðferð:

 1. Bræðið kókosolíuna og kakósmjörið við mjög lágan hita.
 2. Hellið í skál og blandið kakói, sýrópi, stevíu, salti og vanillu saman við  og hrærið vel svo súkkulaðið sé kekkjalaust.
 3. Hér má gjarnan smakka til að vera viss um að súkkulaðið falli að ykkar smekk.  Kannski þarf að bæta við meira kakói, meiri sætu, salti eða vanillu.
 4. Hellið í mót, þessi uppskrift passar akkúrat í mót að stærð: 13 x 23 cm (það er líka frábær hugmynd að nota sílíkon muffinsform)
 5. Setjið hneturnar yfir og endið á því að setja hnetusmjörið í „klessum“ í mótið
 6. Setjið mótið inn í frysti og bíðið í ca. 15 mín, þá ætti það að vera orðið frosið.

 

hnetusúkkulaði

Hnetusúkkulaði

Börnin og kallinn gáfu þessu nammi hæstu einkunn og eru öll gjörsamlega brjáluð í þetta 🙂

Góða helgi nammigrísir 🙂

Ein athugasemd við “Súkkulaði hnetusmjörs æði

 1. Bakvísun: Vinsælustu uppskriftir ársins 2014 | Heilsumamman

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s