10 Mismunandi morgungrautar

Ég er löngu kolfallinn fyrir chia-kínóa-hamp-ávaxta-hnetu morgungrautnum og útfæri hann yfirleitt á hverjum morgni í einhverri mynd, allt eftir því hvað er til hverju sinni.  Ég myndi deyja úr leiðindum ef ég myndi borða sama morgunmatinn dag eftir dag, ár eftir ár alla daga…. ÚFF !  Um að gera að hafa svolitla fjölbreytni í þessu…. samt eru þetta bara köldu grautarnir.  Það er margt annað hægt að borða í morgunmat, hristinga, egg og múslí og margt fleira.

Þetta gefur ykkur vonandi einhverjar hugmyndir hvað er hægt að gera 🙂

1.  Súkkulaðisæla,  Kínóa – hamp – chia í möndlumjólk, kakó og örlítil stevía, skreytt með mórberjum, brasilíuhnetum og kakónibbum.

IMG_7326

2. Súkkulaði chia grautur með jarðaberjum og mórberjum.

IMG_8356 Sami grautur með bönunum og kakónibbum:

IMG_8096

3. Chia fræ, vatn, bláber, skreytt með valhnetum og kókosflögum.

IMG_8087

4. Chia fræ og hampfræ ásamt vatni, kakói og örlítilli stevíu.  Perur, valhnetur og mórber út á.

IMG_7933

5. Berja Chia grautur: jarðaber, bláber, vatn og nokkrir dropar af stevíu er grunnurinn.  Chia fræ og hampfræ sett út í og látið þykkna.  Ofan á: Nektarínur, peckan hnetur og mórber.

IMG_7825

6. Bleikur chia grautur:  Jarðaber, möndlumjólk (eða kókosmjólk, útþynnt), nokkrir dropar af stevíu.  Chia fræ og hampfræ sett út í og látið þykkna.  Ofan á:  mangó, epli, pekan hnetur og brasilíuhnetur.

IMG_7821

7.  Hamp chia grautur, ofan á: mórber, kakónibbur og goji ber.

IMG_7647

8.  Morgungrautur með kanil og eplum, skreytt með móberjum.

IMG_7337

9. Súkkulaði chia búðingur skreyttur  með perum og kakónibbum.

Súkkulaði chia búðingur

10. Chia fræ sett út í möndlumjólk og látið þykkna, bragðbætt með hindberjum, bláberjum og eplum.  Set stundum örfáa dropa áf stevíu fyrir smá tilbreytingu. Toppað með pekan hnetum.

IMG_0655

 

Nú væri gaman að vita hver er ykkar uppáhalds útgáfa ?

Published by

2 thoughts on “10 Mismunandi morgungrautar

Leave a Reply